Hvað drepur býflugur?

Það var einu sinni haft eftir Albert Einstein að ef býflugur hyrfu af yfirborði jarðarinnar ættu mennirnir ekki nema 4 ár eftir ólifuð.  Engar býflugur, engin frjóvgun ... ekkert mannkyn.  Enda þótt það sé eitthvað á reiki hvort það hafi verið Albert sjálfur eða einhver annar sem hafi í raun sagt þetta breytir það engu um hættuna sem mannkynið stendur frammi fyrir við dauða býflugnanna.  í raun hefur dauði býflugnanna verið rakinn til margra ólíkra hluta sem ógna umhverfi okkar og náttúru: hnattrænnar hlýnunar, skortdýraúðunar og ekki síst geislunar vegna GSM mastranna.  Hvet ykkur til að skoða síðuna bloggað um rafsegulmengun þegar fram líða stundir.

En býflugurnar sjá um mest alla frjóvgun jurta og án þessarar frjóvgunar þarf að grípa til einhverra annarra leiða.  En þetta ætti að kveikja einhvern ótta í brjóstum þeirra sem þekkja lykilhlutverk býflugna í vistkerfum heimsins.  En ef við veltum fyrir okkur þessum þáttum sem eru taldir orsaka dauða býflugnanna þá eru ofangreindir þeir sem oftast eru nefndir - allir eiga þeir rætur að rekja til okkar mannanna á einn eða annan máta.  Gott og vel, hnattræn hlýnun er eða er ekki orsökuð af brambolti mannanna á plánetunni bláu en örugglega hinir tveir þættirnir.   


mbl.is Dularfullur býflugnadauði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband