Meiri aularnir ...
28.11.2015 | 08:37
á tímum þar sem 3 heimstyrjöldin virðist vofa yfir, flóttamannastraumar kaffæra Evrópu, Tyrkland/Rússlandsdeilan, Sýrland í klessu, Úkraína í klessu, Afghanistan í klessu, ISIS heldur landsvæðum í helgreipum með vopnum frá USA ogTTiP samningurinn setur rétt stórfyrirtækja yfir rétti þjóða
á tímum þar sem svo ótal margt þarfnast úrlausnar ráðast þessir tölvutótar á stjórnarráðið og þá vegna þess að við veiðum nokkra hvali???
Þykir mér athyglisverð forgangsröðun og ekki til þess fallin að auka orðstír þessara fólks.
En kannski er ég að vekja athygli þeirra á mér ...
![]() |
Síður stjórnarráðsins enn niðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skarpsýnin helst óbreytt
23.11.2015 | 07:19
Meiri skarpsýnin hjá utanríkisráðherra, þessar ´þvinganir´ hafa komið verst niður á okkur og líklega eyðilegt viðskiptasamninga til langframa. Rússar tóku nefninlega uppá því að auka innanríkisframleiðslu sem þessum skorti á aðkeyptum varningi nam. Líklega eitthvað sem nýttist okkur sjálfum ágætlega til að auka framleiðni og minnka viðskiptahalla.
![]() |
Viðskiptabann helst óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
-Það er allt glatað hjá þér-
13.11.2015 | 07:46
Þeir eru nú einhverrar athygli verðir þessir ofvöxnu heimdellustrákar með sína excelhugsun og sín frjálshyggjufés sem gefa skít í tilfininningar og annan slíkan landsbyggðarlúxus. En núna þegar GMB hefur séð að sér og ætlar aldrei framar að særa tilfinningar fólks, er þá ekki sjálfhætt bæði í pólitík og fjölmiðlun? Önnur áleitin spurning í beinu framhaldi er hvort nokkur á landinu þurfi síðan á Gísla að halda fyrst Gísli þurfi fyrst og fremst á borginni að halda?
Úr flatlendinu í Flóa.
![]() |
Það var glatað hjá mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2015 kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)