Mín hjartans bæn
18.11.2008 | 18:05
Heilagi Jesús
Ég tilheyri ekki lengur mér heldur þér
Settu mig þangað sem þú vilt,
Eftirláttu mér samvistir með þeim sem þú vilt.
Láttu mig starfa, láttu mér þolinmæði í té.
Taktu ekki vandamálin burt frá mér, gefðu mér heldur styrk og visku til að leysa þau.
Notaðu mig fyrir þig eða settu mig til hliðar fyrir þig.
Reistu mig upp fyrir þig settu mig niður fyrir þig.
Fylltu mig tæmdu mig.
Gefðu mér allt eða láttu mig ekki hafa neitt.
Af frjálsri ákvörðun og af öllu hjarta læt ég allt að þinni velþóknun og stjórn.
Og nú, dýrlegi og upphafni Guð, Faðir, Sonur og heilagur Andi þú ert minn og ég er þinn.
Verði það svo.
Staðfestu á himnum sjálfsfórn mína, eins og ég hef framkvæmt hana hér á jörðu. Amen.
Himnaríki og helvíti
11.11.2008 | 18:35
Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði:
Drottinn, mig langar að vita hver munurinn er á himni og helvíti.
Svo Guð tók manninn að tvennum dyrum.
HANN opnaði aðra þeirra og hinn helgi maður leit inn.
Í miðju herbergisins var stórt hringlaga borð á miðju þess var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo vel að hinn helgi maður fékk vatn í munninn.
Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt og leit út fyrir að vera að svelta í hel.
Fólkið hélt að skeiðum með löngu handfangi og hendur þeirra voru bundnar við stólana en þó gátu þau veitt matinn upp úr pottinum með skeiðinni.
En þar sem handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra þá gátu þau ekki komið matnum úr skeiðinni upp í sig.
Hinn helgi maður varð undrandi á þeirri eymd og þjáningu sem við honum blasti.
Guð sagði, 'Þú hefur nú séð inn í helvíti.'
Síðan fóru þeir að næstu hurð og opnuðu hana.
Við blasti sama sjón og í fyrra herberginu.
Stórt hringlaga borð með stórum potti fullum af pottrétti sem einnig varð til þess að hinn heilagi maður fékk vatn í munninn.
Fólkið hafði sama búnað, þ.e. skeiðar með löngu handfangi. Munurinn var hins vegar sá að þetta fólk var vel haldið, kátt,hresst og talaði saman.
Þetta sagðist hinn helgi maður ekki skilja.
Þetta er einfald, sagði Guð. En þetta krefst eins hæfileika.
Eins og þú sérð þá hefur þetta fólk lært að mata hvert annað á meðan að hinir gráðugu hugsa eingöngu um sjálfan sig.
IVO SASEK fjallar um Konungsdrottnun Jesú Krists
2.11.2008 | 17:48
í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi, 7. nóv. kl. 20:00
Lifirðu í Kristi? Ertu í Honum? Er Hann í þér?
Fyrirlestur verður haldinn með Svisslendingnum Ivo Sasek föstudaginn 7. nóv. kl. 20.00 í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi, Austurvegi 40 b (keyrt að bakhúsi við hliðina á Sjóvá). Hann ætlar að fjalla um það þema sem virkar þungamiðju í þjónustu hans: Leyndarmál Krists (Kristur í okkur og við í Kristi) og hið lífræna líf í Jesú, svo notuð sé áfram líking Páls um okkur sem líkama Krists. Ivo hefur sinnt fullri þjónustu í nánast þrjátíu ár, gefið út 17 bækur um ofangreint efni, er að auki 11 barna faðir. Á myndinni til vinstri er hann með konunni sinni, Anni. Enduruppbygging fjölskyldunnar í Kristi er annar hornsteinn kennslu Ivos, að fjölskyldan nái að þroska samband sitt við Guð og eignist þannig frið. Ivo er fyrst og fremst þekkur í hinum þýsku-mælandi heimi, þar umsetinn sem gesta- og ráðstefnufyrirlesari. Það eru því sérstök forréttindi að fá hann hingað í annað sinn.
Þjónusta Ivo Saseks er þverkirkjuleg, ótengdri ákveðinni kirkjudeild og hefur hann þjónað í hið minnsta 17 löndum. Hér um ekki um að ræða neinn anga þjóðkirkju, fríkirkju né neins konar sértrúarsöfnuð af neinu tagi, heldur andlega hreyfingu sem vill tryggja ávöxt trúboðsins og hvetja til hagkvæmrar einingar, skuldbindingar og andlegs þroska kristinna. Hann hefur leitt saman kristið fólk af ólíkum bakgrunni, kirkjudeildum og uppruna, og kennt hvernig hægt sé að vinna að sameiginlegum markmiðum með frið Krists sem
hinn eina tilgang. Ivo hefur framleitt og leikstýrt 5 bíómyndum í fullri stærð, þeirri síðustu 2008 Sophie. Í öllum tilvikum er um að ræða kvikmyndir með sterku kristnu yfirbragði og innihaldi.
Umfjöllunin er öllum opin, verður á þýsku með íslenskri þýðingu og er að sjálfsögðu ókeypis eins og öll þjónusta Ivos. Nánari upplýsingar er að fá hjá Ragnari og Hildi í síma 483·3239 / 824·3939 eða með spurningum á netfangið >berg44@simnet.is<. Boðið verður uppá efni eftir Ivo og samræður að loknum fyrirlestrinum.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)