Musk og gervigreindin
8.1.2022 | 10:11
Verð að segja að upp komu blendnar tilfinningar þegar ég las:
Musk segir endanlegt markmið Neuralink vera að losa mannfólkið undan samkeppninni við háþróaða gervigreind.
Stendur til að innplanta þessu í fólk í stórum stíl? Er þetta eitthvað sem við ímyndum okkur að allt mannfólk fái? Eða er ekki líklegra að einhver útvalinn hópur fái þetta 'update'? Hver forgangsraðar í svona aðgerð?
Allskonar siðferðilegar pælingar koma síðan í kjölfarið.
Ætli þetta verði til að auka jöfnuð og almenna vellíðan í samfélaginu? Hvort stöðugleikasáttmáli ríkisstjórnarinnar komist í uppnám þegar til framtíðar sé litið?
Lamaður maður nær að skrifa tíst með huganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kári Amgen Trump
9.4.2021 | 10:23
Alveg þykir mér ótrúleg fylgispekt fjölmiðla við lobbyista lyfjafyrirtækisins Amgen. Maður sem er augljóslega með hagsmuni þeirra að leiðarljósi er eilíft tekinn tali þegar talið berst að hinum og þessum augljósum vandkvæðum á framkvæmd sóttvarnarhugmynda Þórólfs. Rétt eins og engir aðrir vísindamenn séu málshæfir. Læðist hreinlega að mér sá grunur að fjölmiðlar fylgi einhverju agenda?
Getum við ekki reynt að hafa hlut þrýstihópa lyfjaframleiðenda sem smæstan í stað þess að leyfa þeim að sitja í kjöltu forsætisráðherra (eða er það omvent?) og vera þá sem ríkisstjórnin virðist leita til annara fremur.
Langar annars að taka ofan fyrir Sigríði og reyndar líka Brynjari Nielsen sem bæði hafa sýnt sig og sannað sem talsmenn réttsýnnar umræðu sem tekur tillit til allra þátta.
Sigríður sendir Kára pillu vegna Trump-samlíkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Opið bréf til Amnesty International
6.1.2020 | 15:56
Þótt bloggið sé ekki í lóðbeinu framhaldi af fréttinni læt ég slag standa:
OPIÐ BRÉF TIL AMNESTY INTERNATIONAL
(líka sent beint til þeirra)
Sent í kjölfar undirskriftaákalls þeirra dags 6.3.2020, einungis 3 dögum eftir aftökuna á Íranska generálnum Qasem Soleimani.
Úr ákallinu: Skrifaðu undir núna og kallaðu eftir því að íslensk stjórnvöld veki athygli á stöðu mannréttinda í Íran og krefjist aðgerða á alþjóðavettvangi.
Óskaplega er ég hissa á þessum eilífa undirlægjuhætti ykkar gagnvart Bandaríkjunum. Þegar mannréttindabrot eru framin um gjörvalla heimsbyggðina, set ég stórt spurningarmerki við þá pólitísku réttlætingu og kattarþvott sem þetta síðasta aðgerðaákall Amnesty hefur í för með sér.
Þegar ákvörðun Bandaríkjaforseta að beita dróna (fjarstýrðum leynimorðingja) til að taka háttsettan herforingja erlends ríkis af lífi ógnar hnattrænum friði - eruð þið ykkur meðvituð um þann pól sem þið takið í hæðina með aðgerðarákalli ykkar?
-Hvaða kröfu gerir Amnesty gagnvart aðalatriðum í samskiptum sjálfstæðra ríkja? Augljóst er að mannréttindi eru brotin víða á vesturlöndum, þ.m.t. í USA, svo eðliegt er að spyrja hvaða utanríkispólitík samtökin fylgi? M.ö.o. hvernig sé forgangsraðað í aðgerðaákalli samtakanna.
-Þykir ykkur eins og USA í góðu lagi að leika löggjafa, dómsvald og framkvæmdavald í málum annarra ríkja með svo afgerandi hætti sem varð í Íran? (Ég fordæmi írönsk stjórnvöld fyrir allskyns mannréttindabrot, EN sný samt ekki blinda auganu að þessu enn stærra vandamáli sem snertir alla heimsbyggðina, þessum RISAVAXNA bleika fíl sem troðfyllir stofuna.)
-Þykir ykkur e.t.v tilgangurinn helga meðalið þegar USA finnst það fullkomlega réttlætanlegt að senda dróna til að sprengja fólk í heimalandi sínu, eins og gerðist þegar þeir tóku Soleimani af lífi þann 3.1.2020?
Að lokum bið ég ykkur þess að taka mig út af póstlistanum ykkar.
Viss um að Íranar muni ráðast á bandaríska hermenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pútin rífur í ljóðin
1.12.2019 | 22:47
Orðin góð stund síðan ég hef skrifað eitthvað hérna en þessi skemmtilega ásáttarvilla kom mér í gírinn. Það er nefninlega svo fátítt að eitthvað skemmtilegt og jákvætt er sagt um Pútín. Yfirleitt þykir blaðamönnum, teinréttum af siðfágun eða einhverjum enn áhugaverðari hvötum, þessi þjóðarleiðtogi vera fremur einfaldur í sinni karlmennsku.
Þannig að þegar hann er sagður rífa í ljóðin (á líklega að vera lóðin, geri ég ráð fyrir) sá ég hann fyrir mér grípa í bók eftir Púshkin eða Majakovskí og rífa hana beinlínis í sig. Hver veit, ekki sá ég dagatalið.
Pútín sýnir mjúku hliðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Segulstöðvarblúsinn tekinn að nýju
5.9.2019 | 21:41
Lag: Bubbi Morthens, texti: Þórarinn Eldjárn
NÓTA, frá plötunni Línudans: Textinn er eftir Þórarinn Eldjárn, Þessi texti er einn magnaðasti texti sem hefur verið skrifaður um tilgang herstöðvarinnar á Miðnesheiði. Lagið er standard blús.
Sit hér á seglinum
ungbarn, sötrandi minn djús.
Sit hér á seglinum
ungbarn, sötrandi minn djús.
Ég sit hér og söngla
segulstöðvarblús.
Ég sit hér og söngla
segulstöðvarblús.
Á seglinum
segulmagnaða.
Á seglinum
segulmagnaða.
Leit úr lofti
leikföng stórvelda.
Til hvers segullinn sé hér?
Veit sá sem ekki spyr,
til hvers segullinn sé hér?
Veit sá sem ekki spyr:
Til að vinir mínir í vestrinu
viti um dauðann fyrr.
Þegar svo logarnir ljósir
leika um mitt hús
þegar logarnir ljósir
leika um mitt hús
skal ég sitja og söngla
segulstöðvarblús.
Kaldastríðsgrín og misskilningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðbæjargjörningurinn í Árborg
19.8.2018 | 20:01
Nú er afstaðin mikilli áróðursherferð í Árborg þar sem aðstandendur Sigtúns þróunarsjóðs, þeir pólitíkusar sem studdu hugmyndir um nýjan miðbæ og nokkrir bæjarbúar fóru mikinn í héraðsblaðinu Dagskránni (sjá tölublaðið hér) má heita furðulegt að ekki hafi fengist betri kosning. Hvet fólk til að skoða auglýsinguna í miðju blaðsins upp á 4 heilsíður ásamt fjölmörgun greinum í Dagskránni undanfarnar vikur. (Að ógleymdum heilum þætti í Hringbraut og innskoti í RÚV). Mikið fjármagn í húfi svo allt er lagt undir.
Þeim tókst með herferðinni að telja Selfyssingum (og nokkrum íbúum til strandarinnar) trú um að valið stæði milli þess að Selfoss hefði miðbæ eða ekki.
Ekkert var þó fjær sannleikanum. Málið snérist um hvort einn sjóður ætti rétt á því að fá úthlutaða tvo hektara á besta stað á Selfossi fyrir slikk og megi reisa þar uppdiktað sögutorg. Mér skilst að Sigtún með verktökunum í Jáverk hafi boðið 225.000 á hvernin m2 sem er ca. helmingur af því sem almennt er miðað við. Sem þýðir að kostnaðaráætlanir muni líklega ekki standast með hugsanlegum tilheyrandi skuldayfirfærslu á sveitarfélagið. Áhugaverð gjafmildi er líka niðurfelling gatnagerðargjalda uppá 400 milljónir. Þetta ber sterka lykt af pólitískum gjörningi og forvitnilegt verður að sjá hvernig þessu vindur fram.
Má kannski bæta við að herferðinni tókst að kæfa það hvernig gildandi skipulag miðbæjarins gerði ráð fyrir að framkvæmdir á miðbænum hæfust að ári liðnu. Og þar hefðu íbúar efalaust haft meira um það að segja hver niðurstaðan yrði.
En við gleðjust yfir því frábæra framtaki sem knúði fram íbúakosningu um svæðið. Og að rétt tæp 40% íbúa Árborgar hafi séð þetta réttum augum er líka gleðilegt inn í framtíðina. Við skulum bara muna hverjir stóðu að þessu þegar líður að kosningum að nýju.
Boltinn hjá íbúum og verktökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kynjafræðin og skólarnir
25.7.2018 | 09:14
Mjög áhugaverð umræða er að skapast innan framhaldsskólanna um fyrirbærið Gender sem hefur verið kennt innan kynjafræðinnar. Leitt að SÍF hafi ekki notað tækifærið sem hinn hugrakki formaður þeirra bryddaði uppá, til að rannsaka eða skoða rannsóknir annarra um þetta pólitíska hugtak.
Davíðs Snær birtir grein sína á Vísi þar sem hann telur (að því er mér þykir) réttilega að kynjafræði sé pólitískt innblásin hugmyndafræði.
Ég hef fjallað um þessi gerfi-vísindi hér
og eins er rétt að skoða kjarnyrta greinaröð Evu Hauksdóttur hér
Að lokum er sjálfsagt að heyra hvað kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson hefur um málið að segja. Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu því miður frekar háðuglega um komu hans hingað 4. og 5. júní sl.Nema reyndar foringjarnir í Harmageddon. Sjá hér og hér
Hér er viðtal við Peterson hjá LIFE um "The Gender doctrine"
Þáttagerðarmaðurinn og grínistinn Joe Rogan hefur rætt við Peterson um þessi málefni. Sjá hér.
En þetta er náttúrulega bara sett fram hafi einhver í raun áhuga á að kynna sér hina hlið fyrirbærisins.
Formaður SÍF rekinn úr stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gagnameðferð stórvelda
5.7.2018 | 08:02
Bara svo enginn fari í grafgötur um söfnun einkamála þá eru Bandaríkin langefst í þessu með NSA í fararbroddi margra jafningja. Síðan mætti nefna Facebook sem hafa orðið viðurkennt að starfa með stjórnvöldum og að selja hæstbjóðandi upplýsingar. Ógleymdur er Google sem bókstaflega gerir út á þessi mið með sérstaklega ábatasömum hætti.
Sjálfsagt að halda þessu til haga, samanburðarins vegna.
Notuðu Fan ID til að finna ræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bresku fjölmiðlanasistarnir
13.5.2018 | 19:08
Hef söguna annarstaðar frá:
Don't know what his actual words were, only the translation form my local news; "from the British medianazis, we demand freedom."
The jumper was wearing a t-shirt advertising a book on Amazon, dealing with the "three corrupted institutions", British media, politics and literature.
Brúin greiddi leiðina að sviðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hin ólíku andlit Ísraels
13.5.2018 | 09:10
Og í gær bárust fréttir af loftárásum Ísraela á Palestínu.
Læt fylgja krækju frá rt.com fyrst Mbl birtir engar upplýsingar.
Margítrekaðar loftárásir Ísraela í N-Gaza á Beit Hanoun
Er þetta kannski hluti af ´fjölbreytileikanum´ sem Netta er að prísa?
Ísrael vann Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |