Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frakkland og lýðræðið

Áhugavert hvernig það land sem startaði lýðræðisvæðingu með byltingu, óttast í dag að bylting endurreisi lýðræðið. Vel að merkja það lýðræði sem fæst við meirihlutakosningu, ekki ræði þeirra sem stjórna fjölmiðlum og stjórnmálaflokkum í valdi fjármuna.
Er byltingin búin að éta börnin sín?


mbl.is Voru með leynilega áætlun gegn Le Pen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnréttismál salernanna

… á því jafnréttismáli að klósett séu kynlaus …
Hjá mér í vinnunni í einni deildinni hefur hópur kvenna barist fyrir því að fá sér kvennaklósett (jafnréttiskrafan!!!) og nefna ólík þvaglátsbrögð karla og kvenna; karlmenn hafi þann [leiða] ávana að hafa þvaglát standandi en konur viðhafi þá eðlislægu kurteisi að sinna sínum málum sitjandi. Í tilviki karlana myndist dropar og annar óþverri á setunni því þeir séu ofan í kaupið svo óforskammaðir að lyfta ekki upp z-unni fyrir athöfnina.
Líklega hafa forstöðumenn litlu „jafn”-réttisdaganna í HÍ aldrei komið á grasrótarkynningu til mín. Hvort þetta heiti að svífa um í teoríunni?


mbl.is Kynlaus klósett í Háskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafði rangt fyrir sér um áhrif Brexit

Vísa í grein Mbl.is:

Hafði rangt fyr­ir sér um áhrif Brex­it


mbl.is Evrópumálin sett á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Renzi, Grillo og fréttaveitur mbl.is

Ég rak augun í frétt mbl.is að andstæðingar Renzis, Fimm Stjörnu flokkur Grillos hafi unnið með "lygafréttastöðvum" fullum af "gerfifréttum" og vegna þeirra séu stjórnarskrárbreytingarnar núna í frjálsu falli.  Án þess að taka afstöðu til þess núna hjá hvaða fréttastofum mestar lygarnar koma, tók mb.is þá grein upp frá Buzzfeed, fréttastofu sem er illræmd og hefur verið dæmd fyrir ritþjófnað og óvandaða fréttamennsku. 

Buzzfeed á líka frasann: "who cares if its true?"(hverjum stendur ekki á sama hvort það er satt?)

Ef mbl.is vill ekki komast á BS-lista Google er eins gott að vitna í betri heimildir.


mbl.is Renzi mun segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýtarefni um kosningarnar

Og svona til að fylla inní eyðurnar hjá mbl.is þá skv. Spiegel þá hafði Hofer (45 ára, FPÖ) 49,7% en Van der Bellen (72 ára, Græningjar) 50,3%.  Naumara gat það varla verið.  Og 72.7% kosninagþátttaka.

Kannski áhugavert að flokka Hofer sem öfgahægrimann, því meðal hægrimanna eru hann kannski ögn hægra við miðjuna.  Til erum hópar sem eru mun lengra hægramegin.  Þá væri þá erfitt að kalla öfgahægrimenn.  Þyrfti að búa til nýjan frasa: rosa-mikið-últra-öfgahægrimenn.  Eða eitthvað.


mbl.is Van der Bellen kjörinn forseti Austurríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisfarsar

Seint ætla Kanar að sætta sig við það lýðræðisskipulag sem þeir þó sjálfir bjuggu til.  Fyrst útkoma forsetakosninganna reyndist önnur en allar spár fjölmiðlamógúlanna (sem m.a. RÚV tilheyrir lika) þá hlýtur að vera rangt gefið

Þrátt fyrir að minn forsetaframbjóðandi (sem ég er enn þess fullviss að sé langbesti kosturinn) hafi ekki hlotið hnossið, hlýt ég sem þátttakandi í lýðræðislegu samfélagi að sætta mig við niðurstöður kosninganna.  Nú kjósa Ítalir og Austurríkismenn, getur maður átt von á holskeflu ákæra og aðdróttana um kosningasvindl ef léttadrengir fjölmiðlanna hljóta ekki sigur?


mbl.is Jill Stein breytir um áherslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um skólamál

Þetta er raunar mjög áhugaverð umræða um skólamál sem hér fer fram og ég er hissa að enginn bloggari taki sér lyklaborð í hönd og leyfi ljósi sínu að skína núna.  Kannski það sé vegna ótta um að vera með hatursorðræðu.  Erfitt þegar einn þjóðfélagshópur hefur vopn og dómskerfi á bak við sig og einbeittan notkunarvilja til að berja skoðanaandstæðinga sína inn í ´kassann´.  Kom ekki hvað síst í ljós í ´Útvarp Saga´ dæminu.
En að skólamálunum þá þekki ég nokkuð til þeirra og fyrir mér snýst málið líka um rétt foreldra til að hafa áhrif á hvað barninu mínu er kennt.  Ég hef nefninlega þann rétt til að vera sáttur og/eða ósáttur við hvaða þrýstihópar sjái verlferð sinni borgið með tjáningu við yngstu kynslóðirnar.  The hand that rocks the cradle, rules the world.  Því öll sjáum við í börnunum lykil framtíðarinnar.  Eða lykil að þeirri framtíð sem við kjósum þeim (og okkur).  Andstæðingar kristinnar trúar hafa farið mikinn gegn Gídeonmönnum og fengið þeim úthýst úr skólum á höfuðborgarsvæðinu.  Einhverra hluta vegna hafa þeir sloppið við refsivönd hatursorðræðufólksins.  Sleppi vangaveltum af hverju það er.  En mér þykir skjóta skökku við þegar maður eins og Jón Valur bendir á sinn flöt í umræðunni, að hann sé bannaður.  
Minnir mig á frægt dómsmál í Þýskalandi þar sem maður nokkur var ákærður fyrir að tala sig út um að Holocaust hefði ekki átt sér stað.  Lögfræðingurinn sem maðurinn fékk úthlutaðan sem verjanda lenti í þeirri úlfaklemmu að þurfa að lesa upp í réttarsalnum ákæruatriðin.  Nema að þarmeð féll hann undir sama dómsákvæðið og var handtekinn á staðnum.  Úr þessu varð síðan mjög þörf umræða um frelsi tjáningar.  Krúttkynslóðin sem orðið bannar alla heilbrigða umræðu snerti hún við fíngerðum taugum þeirra, getur varla fengið að stýra allri umræðu í skóli laganna.  Eða er það?

Já, og kennarar: til hamingju með samninginn.  Vonandi er hann nýtilegur.


mbl.is Ekki verið með hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

USA milli steins og sleggju

bush.png


mbl.is Tvísýnt um úrslit kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningarnar í USA

Það er allsekki á allra vitorði að það eru í raun fleiri flokkar en tveir í USA.  Og eins að forsetaframbjóðendur eru mun fleiri en Hillary og Trump. Einungis 4 flokkar sem bjóða fram í fleiri en 20 fylkjum:

DEMOCRATIC PARTY:
REPUBLICAN PARTY:
LIBERTARIAN PARTY
GREEN PARTY

En fleiri eru til sem bjóða fram í færri en 20 fylkjum:

CONSTITUTION PARTY OF THE U.S.:
INDEPENDENT (NO PARTY):
PARTY OF SOCIALISM AND LIBERATION (PSL):
REFORM PARTY USA:
SOCIALIST PARTY USA:
SOCIALIST WORKERS PARTY (SWP):

og síðan er mýgrútur af framboðum sem bjóða fram í 1-5 fylkja:

sjá http://www.politics1.com/p2016.htm


mbl.is 49% styðja Clinton samkvæmt CNN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sölumennska fjölmiðla

Það hefur vakið eftirtekt og verið tíðrætt hvernig fjölmiðlar (fjórða og öflugasta valdið) beinlínis þó skapa ímyndir stjórnmálamanna (helst þó erlendra) með myndavali.  Gott dæmi um þetta er forsetakosningarnar í USA.  Þar hugnast íslenskum fjölmiðlum ekki repúblíkaninn Trump enda eru myndirnar af honum nánast allar með munninn geiflaðan og hárið útum allt.  Á sama tíma eru myndirnar af Hillary af allt ððrum toga.  Ég valdi að gamni mínu myndir af hinu gagnstæða, þ.e. undarlegar af Hillary en hlutlausa af Trump.  Svona myndir sjást sjaldan, ekki satt?usa3.jpgusa1.jpgusa2.jpg


mbl.is „Selja“ kjósendum tilfinningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband