Færsluflokkur: Lífstíll

Sökudólgurinn er ekki Óli lokbrá

Tek undir með greinarhöfundi að ekkert grín sé að þjást að svefnleysi.  Alltaf gott að fá sér góðan mat en varasamt að treysta á að hann reddi einhverju.  Því mikilvægast er að útiloka allt það sem heldur nefndum Óla lokbrá í burtu.

Rannsóknir virðast beinast aðallega í tvær átti í leitinni að aðalástæðum hinnar svonefndu secondary insomnia. Veikinda eða lífsstíls. Og svo má bæta því við að oft stafa veikindin vegna lífsstíls. En í lífstílsumræðunni er einkum nefnt þrennt: áhyggjur/streyta, koffein-neysla (kaffi - orkudrykkir) og geislun vegna tölvu-/ farsímaskjáa.

1) 20% unglinga (12-15 ára) missir svefn vegna samfélagsmiðla. Þeir fara seint að sofa eða jafnvel vakna upp á nóttinni til að skoða ´statusana´.

2) Mikil neysla sykurríkra orkudrykkja (örvandi efni (koffín) + einföld kolvetni) eða kaffis hefur slæm áhrif á svefnvenjur og sérstaklega hjá unglingum.

3) Á upplýsingaöld þar sem velflestir eyða miklum tíma fyrir framan annað hvort tövluská eða í farsímanum er svefnleysi vandamál. Áhrif útgeislunarinnar frá skjánum dregur úr framleiðslu Melatóníns sem hefur áhrif á dæmgursveifluna og þarmeð á svefninn. Bendi á mjög áhugaverða rannsókn Hönnu Dorothéu Bizouerne um tengslu skjánotkunar við svefnlengd. Markhópurinn hennar voru 10 - 18 ár börn handahófsvalin úr þjóðskrá Íslands. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að marktæk tengsl séu milli aukinnar skjánotkunar og skemmri svefnlengdar. Þessi rannsókn endurtekur niðurstöður erlendra rannsókna.  Hvet fólk eindregið til að kynna sér efni rannsóknarinnar.

Niðurstaðan ætti því að vera að það sé enganvegin nóg að éta banana og lax í hvert mál og vonast til að losna undan svefnleysinu. Við verðum að horfast í augu við skaðvaldinn.


mbl.is Fimm fæðutegundir sem hjálpa þér að sofa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kúltúr og cash

Ég var viðskiptavinur Sparisjóðs Vestmannaeyja og lenti inni í Landsbankanum þegar sparisjóðurinn lagðist á hliðina.  Fór óhress með efasemdir mínar um ´Björgúlfsbanka´ og ´hrunadansbanka´ til kunningjakonu minnar í bankanum sem kontraði efa minn með því að benda ljúflega á að þetta væri nú eini ríkisbankinn.  Væri þannig í höndum þjóðarinnar ólíkt semkeppnisaðilunum sem eru þegar farnir að færa sig hratt uppá 2007 skaftið að nýju með bónusgreiðslum og sömu söluhvetjandi ferlunum sem svæfðu siðgæðið hvað hraðast í bólunni fyrir kreppu.
Ekki svo að skilja að ég hafi haldið Landsbankann undir stjórn Steinþórs og same-old vera krosstré, en nú virðast vera komnir sjáanlegir þverbrestir í þá spýtu.  Hrokinn er í því fólginn að detta í hug að peningastofnun í eigu þjóðarinnar (og vel að merkja peningastofnun sem er í hugum allra sem eiga sér minni sem nær lengra en 7-8 ár aftur, tengd „óráðssíu, glæframennsku og flottræfislhætti“ eins og Elliði segir réttilega) eigi að vera á langbestu og dýrustu lóð á Íslandi, gnæfandi yfir miðbæinn og höfnina, Hörpunni til höfuðs.  Og helst stærri en Seðlabankinn. 

Og hver eru skilaboðin til okkar?  Kúnnanna og þjóðarinnar?


Það er hinsvegar verst að nú get ég illa hótað því að flytja mín viðskipti annað, það er búið að útrýma allri samkeppni á bankamarkaðnum.  Ég batt lengi vonir við Sparibankann hans Ingólfs en nú virðist fokið í flest skjól.

Hvernig stóð á því annars að bara Elliði af öllum fulltrúum hluthafa gerði athugasemdir?  Stóð hinum á sama eða fjallaði Mbl.is ekki um þá?  Hver er fulltrúi þjóðarinnar á hlutahafafundi Landsbankans?

 

mbl.is Engin „flottræfilshöll“ við Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband