Færsluflokkur: Tónlist

Klárlega engin minna dætra

Ótrúlegur frasi þetta
„… AÐ STYÐJA EKKI KYNSYSTUR SÍNAR.“
Síðan hvenær fór þetta að snúast um kynin en ekki málefni?  Eiga USA konur að styðja Hillary fyrir það eitt að hún sé kona?  Og horfa framhjá Goldman Sachs tengslunum hennar og spenasoginu á Wall Street.
Eitthvað held ég jafnréttið hafa lagst lágt þessa dagana.


Því mér finnst þetta gríðarlega flott útganga hjá Ágústu Evu (prinsipp manneskja sem lætur verkin tala) en jafnframt gríðarlega skammsýnt hjá Gísla (frekar slappur hægrisinnaður populisti - þessi sögulega sjálfsréttlæting sökkaði).
Bendi á að bloggið mitt hérna snýst ekki kynin heldur málefnin.

Viðurkenni samt (trauðla) hér í lokin að ég hef oft hlustað á Rvkdætur og finnst þær oft rappa þétt.  Hinsvegar er kynjafræðiblandaði öfgafeminsminn býsna afvegaleiddur.  Ögrun er að því leiti erfið list að hún klýfur í fylkingar frekar en sameinar.  En Rvkdætur virðast spenntari fyrir klofinu (á sér?) en sameingingu.  Og að hvaða marki stefnir sú list?

En þetta er náttla bara mín skoðun…


mbl.is Ekki þínar Dætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband