Um skólamál

Þetta er raunar mjög áhugaverð umræða um skólamál sem hér fer fram og ég er hissa að enginn bloggari taki sér lyklaborð í hönd og leyfi ljósi sínu að skína núna.  Kannski það sé vegna ótta um að vera með hatursorðræðu.  Erfitt þegar einn þjóðfélagshópur hefur vopn og dómskerfi á bak við sig og einbeittan notkunarvilja til að berja skoðanaandstæðinga sína inn í ´kassann´.  Kom ekki hvað síst í ljós í ´Útvarp Saga´ dæminu.
En að skólamálunum þá þekki ég nokkuð til þeirra og fyrir mér snýst málið líka um rétt foreldra til að hafa áhrif á hvað barninu mínu er kennt.  Ég hef nefninlega þann rétt til að vera sáttur og/eða ósáttur við hvaða þrýstihópar sjái verlferð sinni borgið með tjáningu við yngstu kynslóðirnar.  The hand that rocks the cradle, rules the world.  Því öll sjáum við í börnunum lykil framtíðarinnar.  Eða lykil að þeirri framtíð sem við kjósum þeim (og okkur).  Andstæðingar kristinnar trúar hafa farið mikinn gegn Gídeonmönnum og fengið þeim úthýst úr skólum á höfuðborgarsvæðinu.  Einhverra hluta vegna hafa þeir sloppið við refsivönd hatursorðræðufólksins.  Sleppi vangaveltum af hverju það er.  En mér þykir skjóta skökku við þegar maður eins og Jón Valur bendir á sinn flöt í umræðunni, að hann sé bannaður.  
Minnir mig á frægt dómsmál í Þýskalandi þar sem maður nokkur var ákærður fyrir að tala sig út um að Holocaust hefði ekki átt sér stað.  Lögfræðingurinn sem maðurinn fékk úthlutaðan sem verjanda lenti í þeirri úlfaklemmu að þurfa að lesa upp í réttarsalnum ákæruatriðin.  Nema að þarmeð féll hann undir sama dómsákvæðið og var handtekinn á staðnum.  Úr þessu varð síðan mjög þörf umræða um frelsi tjáningar.  Krúttkynslóðin sem orðið bannar alla heilbrigða umræðu snerti hún við fíngerðum taugum þeirra, getur varla fengið að stýra allri umræðu í skóli laganna.  Eða er það?

Já, og kennarar: til hamingju með samninginn.  Vonandi er hann nýtilegur.


mbl.is Ekki verið með hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef sagt íslensku bankana og samtök þeirra uppfylla skilgreiningu skipulagðrar glæpastarfsemi um árabil í ræðu og riti.

Hef ekki verður kærður fyrir neitt.

Lít á það sem staðfestingu á sannleiksgildi ummælanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2016 kl. 13:01

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Verðum að bæta úr þessu kæruleysi í þinn garð. wink

Ragnar Kristján Gestsson, 30.11.2016 kl. 21:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það gæti reyndar orðið áhugavert ef á það myndi reyna fyrir dómstólum, ekki síst þegar kæmi að sönnunarfærslunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2016 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband