Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Facebook og Zuckerberg

Mjög áhugaverður er TED fyrirlesturinnar hennar Zeynep Tufekci sem má finna hérna:

https://www.ted.com/speakers/zeynep_tufekci  og sérstaklega hérna

https://www.ted.com/talks/zeynep_tufekci_we_re_building_a_dystopia_just_to_make_people_click_on_ads

Zeynep er mjög merkilegur tækni-samfélagsfræðingur (Techno-sociologist) og hefur fjallað um hvernig samfélögin okkar breytast með tilkomu algorythma og þessa stafræna umhverfis.  Hvet alla áhugasama um upplýsingasamfélag og eftirlit til að mynda ykkur skoðun á henni.

 


mbl.is Biðst afsökunar í heilsíðuauglýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki Bandaríkjanna

Þarna kemur Prabhu að mjög áhugaverðu máli, hver á seðlabanka BandaríkjannaOg hver stendur á bak við hann?

Although an instrument of the U.S. Government, the Federal Reserve System considers itself "an independent central bank because its monetary policy decisions do not have to be approved by the President or anyone else in the executive or legislative branches of government, it does not receive funding appropriated by the Congress, and the terms of the members of the Board of Governors span multiple presidential and congressional terms."

Heilt yfir virðist bankinn vera í einkaeigu bankastjórar kosnir af hluthöfum.  Það býður uppá marga fleti og hafa ótal greinar og bækur verið skrifaðar af gagnrýnendum þessa skipulags.

Líklega er því frekar ólíklegt að fjármálastjóri VISA láti hafa eftir sér eitthvað jákvætt um bitcoin. Nú eða eitthvað sem dregur úr notkun þess fjármagns sem rennur í gegnum fyrirtækið hans.

Nokkrar slóðir sem fást við að leita eftir ´federal reserve criticism´.

https://rationalwiki.org/wiki/Federal_Reserve

https://www.nytimes.com/2015/12/08/business/dealbook/economists-criticism-of-federal-reserve-policies-gains-ground.html

https://en.wikipedia.org/wiki/Criticism_of_the_Federal_Reserve#Private_ownership_or_control


mbl.is Stjórnandi hjá Visa vegur að bitcoin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýti húsnæðismála

Við hjónin bjuggum tímabundið í Þýskalandi uns við fluttum til Íslands 2005.  Skömmu áður en við tókum ákvörðun um flutninginn, vorum við komin á fremsta hlunn með að kaupa okkur hús í sunnanverðri Hamburg, vorum komin með lánsloforð og allt það.  Nema að við sáum fram á að lækka hjá okkur leiguna og ná samt að ljúka afborgunum af €100þ eign á 10 árum.  Ég hafði fasta (láglauna)vinnu en greiddi samt ekki nema 1/5 af tekjum mínum í leigu.

En í staðinn fluttum við til Íslands, keyptum á nánast sama verði og í Hamburg.  Nema hér höfum við borgað skilvíslega í tæp 13 ár, eigum ekkert í húsinu okkar og það sem við áttum hafa lánastofnanir hirt.  Hér fer 1/3 í afborganir af húsinu.  Hún er dýr heimþráin.

Svona til gamans (?) og samanburðar eru hérna 3 þýskar lánastofnanir sem bjóða uppá fasteignalán

Deutsche Bank með 1,04% vexti

Hamburgar Sparkasse - Haspa - með 1,04% - 1,83% vöxtum eftir lánstíma

Immonet með 1,39%

Og til enn meira gamans og samanburðar borga ég núna af skuldabréfum hjá ÍLS uppá 5,1% og þegar stjórnvöld grípa inní þessa sjálftöku, bjóða þau mér af gjafmildi sinni að nota séreignasparnaðinn minn til að moka í hýtina.  Og eru þeir hjá Íbúðalánasjóði að átta sig á þessu?  Ojæja.


mbl.is Íslensk heimili skulda mun meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraína í logum

Ukraine On FireVar að horfa á gríðarlega áhugaverða heimildarmynd sem fjallar um átökin í Úkraínu og er að því leiti áhugaverðari en margar aðrar að hún virðist vera samstarfsverkefni milli USA, Rússlands og Úkraínu.  Framleiðaindinn er gamla brýnið Oliver Stone sem hefur lengi verið að snerta á verkefnum sem enginn annar þorir að taka á.  Guantanamo, Snowden, Wall Street, World Trade Center og Nixon svo eitthvað sé nefnt.

Myndin er mikill áfellisdómur um þátt vestrænna fjölmiðla sem eiga að hafa æst upp átökin með einhliða umfjöllun sinni um átökin.  Skylduáhorf allra sem hafa áhuga á átökum öxulveldanna og friði í heiminum.  Fyrir áhugasama er hérna líka slóðin inn á myndina hjá Vimeo.

 


Hverjum um að kenna

Nú getum við glaðst því sökudólgurinn er fundinn. Ástæða þess að nemdum hrakar í PISA könnunum.  Ástæða þess að börn haga sér dólgslega svo lögreglan þurfi afskipti.  Líklega líka ástæðu kulnunar og stéttarflótta kennara.  Hverju veldur að Íslenskir skólar fái algera falleinkunn og eru undir meðaltali jafnaldra sinna á Norðurlöndum og í OECD ríkjunum.

Í tölfræði OECD virðist vera hægt að lesa að ástæðan sé ekki léleg fjármögnun skólakerfisins.

Heldur... það er náttúrulega þessi leysandi og frelsandi niðurstaða rannsóknarhópsins hennar Svandísar heilbrigðisráðherra sem leiddi sannleikan í ljós.  Það var bara klukkan eftir allt.

Nú fellur þetta allt í ljúfa löð.  Og við toppum Finnland í PISA í næstu könnun.

http://www.ruv.is/frett/leggja-til-ad-klukkunni-verdi-breytthttp://www.ruv.is/frett/leggja-til-ad-klukkunni-verdi-breytt


mbl.is Menntamál fá falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Clinton sagði

Alveg var ég viss um þegar ég klíkkaði á greinina “Clinton: hefði átt að reka hann” að um væri að ræða Bill Clinton og ungu aðstoðarstúlkuna Lewinski sem hann átti í sambandi við um árið og laug um.

Þótt það sé raunar heldur þunnt að reyna enn að tutla út einhverjum dropum úr þeirri sögu, má alveg eins segja að það sé ekki mikið kjöt á beinunum að fá Hillary til að úttala sig um 10 ára gamlan atburð.  Og ekki sjáanlegt að það þjóni öðru en því að krefjast þátttöku hennar.  Hitt er þó víst að ekki var það hann sem kom í veg fyrir að hún fengi kosningu.


mbl.is Clinton: Hefði átt að reka hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sökkvandi skip

Eftir að kjósendur refsuðu BF fyrir stjórnarslitin flýja allir sökkvandi skipið. Og skipstjórinn fyrstur? Eða eru þetta rotturnar?

Hvort heldur er, farið hefur fé betra.


mbl.is Óttarr hættir sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósnertanleiki blaðamannastéttarinnar - Quis custodiet ipsos custodes?

Latneski frasinn „Hver gætir þeirra sem eiga að gæta?“ á sjaldan betur við en þessa dagana.  Enda þótt ég sé frekar á bandi wistleblowers og Wikileaks-stefnunnar, hef ég séð mörg fórnarlömb offors og sjálfsréttlætis blaðamannastéttarinnar.  Að þeir séu nefndir fjórða valdið er ekki tilkomið að ástæðulausu.  Vandinn er að siðanefndi stéttarinnar er valdalaus og jafnvel býsna áhugalaus enda ekki mikið í húfi fyrir þá enda þurfa þeir engum að gera reikningsskil, ólíkt hinum ´völdunum´.  Nema náttúrulega að þeim sem finnst réttindi sín hafa verið hlunnfarin í samskiptum við 4. valdið, kjósi að fara dómsleiðina.

En athyglisvert að í báðum þessum málum sem komu upp nýverið, undruðu sig blaðamennirnir á því að dómnum skuli ekki líka við starfsaðferðir þeirra. 


mbl.is „Nafngreindum aldrei þessa menn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnabætur í Þýskalandi

Þar sem ég þekki til í Hamburg, Þýskalandi fletti ég snöggvast upp hjá þeim hvernig þeir haga málum. Einhver munur getur verið milli Bundeslandanna. 

Við fæðingu barns er hægt að sækja um foreldrafé sem er að jafnaði 67% (65-100%) af fullum nettólaunum. Það er að lámarki €300 (íkr 38.337) og hámarki €1800 (230.022) og fæst fyrstu 14 mánuðina eftir fæðingu. Allskonar aukagreiðslur auka foreldrum möguleikann að vinna hlutastarf.

Að auki eru barnapeningar mánaðarlega greiddir, €192 (íkr. 23.536) fyrir hvert barn, einhver hækkun er fyrir hvert barn eftir 3. barni.

Þannig fær barnafólk að minnsta kosti kr. 61.837 fyrsta árið til að auðvelda þeim barnsburðinn.

Þetta er vel að merkja greiðslur frá hinu opinbera, ekki það sem hver og einn þiggur frá sínum vinnuveitanda vegna lögbundins fæðingarorlofs.


Tískuráðherra

Hugmyndir eru margar hverjar ágætar sem hugmyndir, rétt eins og hugmyndafræði. Hinsvegar rétt eins og langur vegur er frá hugmyndafræði að veruleika, eins getur fögur pæling reynst vera ljótur lortur þegar á koppinn er kominn.
Í áréttingunni (vel að merkja ekki ´Afsökunarbeiðninni´) vippar Sólveig vinkona Bjartar fram hverri feminíku klisjunni á fætur annarar til að hylja þennan kapítlíska gjörning: "Þjóna íslenskum konum, karlrembukúltúr, þrátt fyrir æsku og fegurð ..." blablabla.
Ekkert nýtt við að huggulegar konur selji föt, ekkert nýtt við að fólk mis-(noti) aðstöðu sína til þess. En ekkert gott við það samt. Dettur hún Ívana Trump í hug í fyrstu atrennu.  

Enda þótt umhverfisráðherra hafi gott auga fyrir því umhverfi sem þjóni sölumennskunni þá er það samt sorglegt að konurnar hafi ekki jafn gott auga fyrir eigin dómgreindarleysi, kannski vegna pólitísku réttsýnigleraugnanna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband