Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hinn dynamíski og hinn statíski

Þetta er líka aðalmunurinn á þeim tveim sem voru í framboði til formannsins.  Annar sér vandann og tekst á við hann, þetta kostar oft átök að koma stöðnuðum ferlum á ferð.  Hinn er maður kyrrðarinnar, kyrrstöðunnar og sáttanna. Sá er maður lítilla sæva og enn smærri sanda og mun fljótt gleymast.  Og því miður líklega Framsóknarflokkurinn með honum.

Eða eins og Englendingurinn sagði: Hvort betur sæmi að þreyja þolinmóður í grimmu éli af örvum ógæfunnar, eða vopn grípa móti bölsins brimi og knýja það til kyrrðar.


mbl.is Átök meginstef ferils Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningafrumvarp Pírata

Jæja, byrjar nú kosningaslagurinn fyrir alvöru hjá Pírötum :-)  Þeir þekkja sína heimamenn.


mbl.is Vilja afnema lög um kirkjulóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt að Rússar fái að svara fyrir sig

Hrós dagsins: Óvenjulegt örlæti af hálfu fjölmiðils og sér í lagi af hálfu Mbl. að Rússar fái að svara ásökunum á hendur sér.  Að sama skapi virkileg gleðitíðindi enda því miður fjarri sjálfsagt að sé leitað að hinni hliðinni.
Upplýsing er alltaf besta leiðin til að jarðsetja grýlur, hvort heldur það eru Bandarískar -, Sýrlenskar -eða Rússagrýlur.


mbl.is Reyna að vekja upp Rússagrýluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur og formannsslagurinn

Margir hafa viðrað þá pælingu hve óviturlegt það sé hjá Framsóknarflokknum að skipa sér í fylkingar með formannskjöri svona korter í kosningar.  Óþarft að bera í þann bakkafulla læk.  HInsvegar eru þessi tveir menn býsna ólíkir sem formannsefni og væri (verði ég) ég framsóknarmaður kysi ég Sigmund en aldrei Sigurð.  Sigmundur hefur sýnt í orði og á borði að hann er hugsuður með nægan kraft til að leiða ríkisstjórn betur en aðrir hafa gert frá aldamótum.  Ég hef rætt þetta Wintris mál við marga og flestir sammælast í því að finna Sigmundur hafa komð með fullnógar útskýringar á sinni hlið á því.  Og þegar í ljós kom að hann hafði losaði sig undan fyrirtækinu í tæka tíð og að Anna Sigurlaug hefði greitt af þessu skatta á Ísland, fannst mér þessi flétta RÚV býsna svínsleg.  Og full langt gengið hjá ríkisrekinni stofnun að ljúga sökum upp á sitjandi forsætisráðherra til að koma á hann (og sitjandi ríkisstjórn) höggi.  

Raunar líka áhugavert að skoða þátt Smára McCarthy í Reykjavík Media og öllum þessum leðjuslag nú þegar hann er sagður vera forsætisráðherraefni Pírata.

Og svo fókusinn fái að dvelja ögn lengur á Sigmundi þá átti Sigmundur síðan í Leiðtogaumræðum RÚV sl. fimmtudag besta ´burn´ (eins og krakkarnir segja) sem ég man eftir í sjónvarpi í langa tíð: „Kári heitir hann, var það ekki?“  Sjá á slóðinni hérna á 1:24:34


mbl.is Voru búin að ákveða að setja Sigmund af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur og Wintris

Jóhannes Gunnar Bjarnason, framsóknarmaður á Akureyri, sagði sig úr flokknum eftir að núver… eh fyrrverandi samherjar hans höfðu skilið að Wintris var ekki vandamál orsakað af Sigmundi heldur því hvernig RÚV með Jóhannes Kr. í fararbroddi kaus að klekkja á þáverandi forsætisráðherra.  Ég reikna með að Framsóknarflokkurinn sé sterkari eftir brottför Jóhannesar - og ábyggilega betur kominn.
Frá mínum bæjardyrum séð gerði Sigmundur grein fyrir öllum sínum fjármálum og allt var uppi á borðum.  Og samt hef ég aldrei verið framsóknarmaður.  Verð þó að viðurkenna að SDG gerði býsna fína hluti á þeim tíma sem  hann stýrði.  Kannski maður kjósi hann bara næst?


mbl.is Sigmundur með afgerandi forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kosningabarátta Bærings?

Svona rjúka sumir frambjóðendur núna í gírinn. 

Fyrirsagnirnar gæti hljóðað svona: Kók-kallinn hjólar í Óla.


mbl.is „Ólafur er ekki maður orða sinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðað orðspor

Já, Guð forði okkur frá því að fara að hugsa sjálfstætt.  Þegar utanríkisráðuneytið (hver ætli sitji annars í þeirri nefnd?) segir að þeir verði að fylgja alþjóðalögum verða þeir fyrst og fremst að átta sig á eigin stöðu sem leiguþý bandarískra hagsmuna í deilu sem hefur vissulega fleiri fleti en hér eru dregnir upp. Og snýst einungis að litlu leiti um landamæri og friðhelgi ríkja.

Þessi undirlægja er hluti vandamálsins við flokkakerfi stjórnmálanna, fólk tapar eigin dómgreind og hugsjónum frammi fyrir flokksmaskínunni og fer að taka þátt í hjarðeðli flokksmeðlimanna, hverfur frá hinu mannlega til hins miðstýrða.  Því þetta burthvarf frá sjálfstæðri hugsun er líka afsal eigin skoðana og dómgreindar.  Hápunktar íslenskrar lýðveldissögu undangenginna ára hafa einmitt verið þar sem við tókumst á við miklu stærri ríki en okkur með hugsjónina eina að vopni og bárum sigur.  Mér dettur hérna í hug lýðveldisstofnunin, útvíkkun landhelginnar og ICESAVE.  Ef okkur ætti eitthvað orðspor að vera kært væri það réttlætisleit, sjálfstæð hugsun og óttaleysi - jafnvel þótt utanríkisráðuneyti að NATO aðild sé í uppnámi.

Því má síðan bæta við að stofnun lýðveldisins bar við með þeim hætti að nokkrir norskir and-konungssinnar kusu að fara eigin leiðir og rufu þarmeð samstöðu innan ríkjabandalags Haralds konungs.  Ég reikna líka með að þar hafi allir verið nokkuð sammála þegar að grundvallaratriðum í öryggismálum kom.  En þar réð konungur, nákvæmlega eins og í dæminu um NATO þar sem USA ræður.


mbl.is Myndi skaða orðspor Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög spennandi valkostur

Já mjög spennandi valkostur og sérstaklega athyglisverður eftirmaður Ólafs Ragnars.  Mjög frambærilegur og ræðinn á mörg tungumál.  Fengi líklega atkvæði mitt ...


mbl.is „Fallegt að fólk treysti manni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

-Það er allt glatað hjá þér-

Þeir eru nú einhverrar athygli verðir þessir ofvöxnu heimdellustrákar með sína excelhugsun og sín frjálshyggjufés sem gefa skít í tilfininningar og annan slíkan landsbyggðarlúxus.  En núna þegar GMB hefur séð að sér og ætlar aldrei framar að særa tilfinningar fólks, er þá ekki sjálfhætt bæði í pólitík og fjölmiðlun?   Önnur áleitin spurning í beinu framhaldi er hvort nokkur á landinu þurfi síðan á Gísla að halda fyrst Gísli þurfi fyrst og fremst á borginni að halda?

Úr flatlendinu í Flóa. 


mbl.is „Það var glatað hjá mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg kona Birgitta

Merkileg kona Birgitta og vissulega manneskja sem ég ber mikla virðingu fyrir.  Að snúa veikleika í sigur, ósigri í styrk og vanmætti í vöxt er ekki öllum gefið.  Og ég er sammála því að við verðum og þurfum að breyta kerfinu.  Geri hennar orð að mínum: „Ef þú vilt lifa í lýðræði verður þú að taka þátt í því. Það er vinna og hún er erfið en hluti af dag­legri rútínu okk­ar,“


mbl.is Birgitta: Ég var ljóti andarunginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband