Merkilegar leiðir mannréttindabaráttunnar

Eftir að mannréttindasáttmáli Evrópu var undirritaður árið 1950 hefur ýmislegt bæst við.  Sáttmálinn á náttúrulega að halda utanum allt það sem við mannfólkið teljum vera mannréttindi og gildi fyrir alla, þannig að viðaukar og viðbætur bætast við reglulega eftir því sem stjórnvöld eflast að visku og réttsýni.  


Allt er þetta þó skilgreiningaratriði og sumir hlutir settir á oddinn á meðan aðrir hverfa í gleymskunnar dá.  Á Íslandi er t.d. barátta homma og lespía á algleymi á meðan 40% heimila landsins hverfa úr eign fjölskyldanna yfir til bankanna.  Fólk forgangsraðar réttindabaráttu samkynhneigðra í hag á meðan tæplega helmingur þjóðarinnar missir húsnæði sitt.Réttindi farmanna víkja fyrir réttindum Alcoa og RioTinto eins og DV bendir á.  Tjáningarfrelsi innflytjenda víkur fyrir tjáningarfrelsi stjórnmálamanna eins og Hanna Birna kennir - líka í DV


Og aftur að samkynhneigðum: það séu mannréttindi að fá að gefa blóð?  Að litið sé framhjá þeirri kröfu þiggjenda að fá heilbrigt blóð svo samkynhneigðir losni við að fá á sig "ljótan stimpil?"  Er þetta þjóðfélag orðið alveg geggjað?  Hversvegna í ósköpunum er hlaðið svo undir tiltölulega lítinn hóp manna og kvenna sem kýs að lifa lífi sínu eins og það gerir?  Og hefur fengið stöðu sína gagnvart öðrum samborgurum sínum svo lögverndaða að líklega er vandlætingin mín hérna dæmanleg sem hatursáróður.

Samt verð ég að segja að enda þótt ég sé stuðningsmaður mannréttinda allra handa þá eru svo massív mannréttindabrot framkvæmd á Íslandi dag hvern að nær væri að stjórnvöld hættu að skreyta sig með regnbogalitum páfuglsfjöðrum og sinntu þeim málum sem VIRKILEGA skipta máli - hinum virkilegum mannréttindabrotum.


mbl.is Samkynhneigðir fái að gefa blóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband