Illugi og Eva -

… eru aðalástæður þess að maður nennir að kíkja á Eyjuna.  Jú, oft er líka gaman að lesa Vilhjálm Ara og Ragnar Þór.  En sérstaklega finnst mér Eva skrifa mjög góðan texta sem skoðar viðfangið út frá mörgum sjónarhornum.  Og síðan er ég hjartanlega sammála henni í að finnast það vera stórt vandamál að eigi að kenna kynjafræði í grunnskólum.  Því þessi angi feminismans rekur stóran fleyg í allt það sem getur kallast jafnrétti.  Og lesi nú Evu hver sem betur getur.
mbl.is Segir dólgafemínisma ekki vinsælan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, Ragnar. Loksins urðum við sammála.

Samt vil ég bæta því við, að ég er mikið ósáttari við íslenzka femínista en erlenda, því að þær íslenzku eru öfgfyllri og þröngsýnni. Það jaðrar oft á tíðum við heimsku.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 17:42

2 identicon

Þetta með kynjafræðina. Að mínu áliti og margra annarra sem ég rætt við, þá er þetta óþarfasta námsbrautin í Háskóla Íslands, ef námsbraut skal kalla. Fyrst var þetta hluti af félagsfræðideild og var kallað "kvenna- og kynjafræði" en nú eru þessi "fræði" komin í Stjórnmálafræðideildina og er samhliða henni, svo að það leikur enginn vafi á því hvert takmarkið er, enda ofmetið með öllu.

Á háskólasafninu er sérdeild sem heitir "kvennasögusafn" bak við lokaðar dyr. Hvað mörg ný stöðugildi skattgreiendur þurfa að standa undir, veit ég ekki, sennilega tvö eða fleiri, því að þessi afgirti afkimi er "mannaður" sérstaklega. Það var víst ekki nógu fínt að hafa þessar bækur eða rit á venjulegri merktri hillu með öðrum sagnfræðibókum. Að upphefja þetta kvennasögusafn þannig að það sé álíka sérstakt og handrit Árnasafns er fáránlegt, en sýnir hversu hátt hégóminn getur risið í vernduðu umhverfi femínistanna á höfuðborgarsvæðinu.

Í raun ætti kynjafræði bara verið námskeið úti í bæ, þar sem núverandi og tilvonandi femínistar geta skráð sig inn og greitt fullt gjald fyrir.

Að setja kynjafræði inn í aðalnámsskrá grunnskólanna er alveg út í hött, algjörlega sjúk hugmynd. En ég er ekki í vafa um að kynjafræði sé í fyrirrúmi hjá Hjallastefnunni, þar sem stelpurnar eru í forgangi. Hvernig nokkuð foreldri getur hugsað sér að skrá syni sína í leikskóla og barnaskóla Margrétar Pálu er óskiljanlegt, því að þeim líður örugglega ekki vel.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband