Eðlilegur rekstrarkostnaður?

Einn lærdómur sem ég hefði svo gjarnan óskað mér að þjóðfélagið hefði tekið með sér frá 2007 er að rekstrarkostnaður er í beinu sambandi við yfirbyggingu og stýrist af löngunum framkvæmdastjórnar og ekki síst hluthafa.

Skv. Mbl stendur á vef fyrirtækinsins: „... að verð á bensíni og dísil sé nú langt undir því verði sem þarf til að standa undir eðlilegum rekstrarkostnaði.“

Ef þessi „eðlilegi rekstrarkostnaður“ er eitthvað sem er aukreitis frá 2007 þá er von að þeim þyki annað eðlilegt en neytendum (okkur) þyki eðlilegt.  En við höfum dregið MJÖG saman seglin undanfarin 2 ár og eðlilegur rekstrarkostnaður heimilanna er í dag miklu hærri.  Þökk sé skaldborg heimilanna.  Er ekki eðlilegt að olíufurstarnir taki á sig ákveðna skerðingu líka?


mbl.is Olís hækkar verð um 20 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Ef við gefum okkur að að bensínlítrinn kosti 200 krónur þá skiptist þetta nokkurn veginn svona:

Ríkið - 100 kr.

Olíufyrirtækið sem selur olíuna til landsins - 80 kr.

Aðili sem selur olíu á Íslandi - 20 kr.

Hvar sýnist þér vera svigrúm til að skera niður "rekstrarkostnað"? Væri það ekki einmitt hjá þeim sem tekur mest af olíuverðinu?

Magnús V. Skúlason, 21.6.2010 kl. 13:20

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kortum mínum var lokað um helgina hjá N-1, ástæða góð og mikil viðskipti verslaði fyrir yfir 400.000kr á viðmiðunartímabilinu en greiði alltaf eftirá um næstu mánaðarmót með þessu að loka kortunum er N-1 að skjóta sjálfasig í fótinn sekt mín er sú að ég verslaði of mikið af rándýru eldsneyti og smurvörum

Sigurður Haraldsson, 21.6.2010 kl. 13:36

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@Magnús: Í júní 2008 þegar olíuverð hafði hækkað uppí 137$ á tunnu borgaði ég 187 kr/l fyrir díselinn

Halldór bloggari minnti á að verðið hefði verið 82$ í janúar, þá borgaði ég 200 kr/l.

í dag kostar tunnan af olíu 77.57$ og Olís hækkaði verðið upp í 207 kr/l

Finnst þér þetta eðlilegt Magnús?  Að olíuverð lækki og útseldur lítri til íslenskra neytenda hækki?  Gott og vel, einhverstaðar á þessu tímabili hækkuðu skattar á olíu og kreppan hækkaði vissulega rekstrarkostnað olíufyrirtækjanna en finnst þér það eðlilegt að mæta þessum hækkunum og lækkunum á alþjóðlegu olíuverði með HÆKKUN og aftur HÆKKUN?  Og við (ég OG þú) borgum brúsann?

@Sigurður, ég verð að segja ég skil ekki alveg hvað þú ert að segja. Af hverju var kortunum lokað?  Af því að þú borgaðir alltaf eftirá?

Ragnar Kristján Gestsson, 21.6.2010 kl. 19:22

4 Smámynd: Durtur

Bíddubíddubíddu... það er þá eins og dollarinn sé dýrari núna en hann var í Júní 2008? Detti mér allar dauðar lýs af höfði!

Durtur, 21.6.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband