Verri menntunaraðstaða?

Nú halda atlögurnar að menntakerfinu áfram.  Bandaríkjamenn eru í miklum vandamálum þar sem niðurskurður hefur verið á bilinu 5-10% eftir fylkjum.  Þeir hafa mætt þessu með niðurskurð á skólaárinu, -vikunni og -deginum, stærri bekkjum og færri stuðningsfulltrúum, fyrir utan uppsagnir fjölda kennara.  Auðvitað lendir þetta fyrst á öllum stundakennurum og lausráðnum (eins og í Hfj.) en þegar fram í sækir á öllu starfsfólki.  Mest bitnar þetta þó á menntun í landinu og börnunum okkar.

Takið eftir þessari ömurlegu klisju að kalla alltof stóra bekki og yfirfulla skóla „meiri möguleika á félagslegum samskiptum í fjölbreyttari nemendahópi.“  Ég óttast að þarna séum við ekki farin að bíta úr nálinni.


mbl.is Hafnfirskir skólar sameinaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Starfsfólki sem sagt er upp fer á bætur sem kosta hvort eð er ríkið peninga.Laun greidd til starfsfólks skólanna  renna 99% inn í íslenska hagkerfið aftur.

Hörður Halldórsson, 23.4.2010 kl. 21:53

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Og hver er þá sá sem tapar á þessu?  Nemendur og menntun á landinu.

Ragnar Kristján Gestsson, 24.4.2010 kl. 07:27

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta er merkileg ákvörðun -

mér skilst að Hjallastefnan sem er alls góðs makleg eig að fá Engidalsskóla og aka eigi börnum þvert yfir Hafnarfjörð til þess að koma þeim ´sinn leikskóla.

Vonandi er þetta allt misskilningur hjá mér - það er útilokað að bæjarstjórnin taki slíka ákvörðun með tilheyrandi aukaakstri foreldra -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.4.2010 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband