Ýtarefni um kosningarnar

Og svona til að fylla inní eyðurnar hjá mbl.is þá skv. Spiegel þá hafði Hofer (45 ára, FPÖ) 49,7% en Van der Bellen (72 ára, Græningjar) 50,3%.  Naumara gat það varla verið.  Og 72.7% kosninagþátttaka.

Kannski áhugavert að flokka Hofer sem öfgahægrimann, því meðal hægrimanna eru hann kannski ögn hægra við miðjuna.  Til erum hópar sem eru mun lengra hægramegin.  Þá væri þá erfitt að kalla öfgahægrimenn.  Þyrfti að búa til nýjan frasa: rosa-mikið-últra-öfgahægrimenn.  Eða eitthvað.


mbl.is Van der Bellen kjörinn forseti Austurríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisfarsar

Seint ætla Kanar að sætta sig við það lýðræðisskipulag sem þeir þó sjálfir bjuggu til.  Fyrst útkoma forsetakosninganna reyndist önnur en allar spár fjölmiðlamógúlanna (sem m.a. RÚV tilheyrir lika) þá hlýtur að vera rangt gefið

Þrátt fyrir að minn forsetaframbjóðandi (sem ég er enn þess fullviss að sé langbesti kosturinn) hafi ekki hlotið hnossið, hlýt ég sem þátttakandi í lýðræðislegu samfélagi að sætta mig við niðurstöður kosninganna.  Nú kjósa Ítalir og Austurríkismenn, getur maður átt von á holskeflu ákæra og aðdróttana um kosningasvindl ef léttadrengir fjölmiðlanna hljóta ekki sigur?


mbl.is Jill Stein breytir um áherslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband