Skyldu- þetta og skyldu- hitt

Það virðist alltaf vera mönnum í áhrifastöðum eðlilegt að lögleiða eða jafnvel harðbanna ýmislegt.  Þannig hafa verið lögð á fólk höft og skyldur eins og áfengisbann og þegnskylduvinna þar sem allir (allir eru jafnir en sumir jafnari en aðrir) voru skornir við sama trog.  Allt í góðum tilgangi.  Metnum á þess tíma vogarskálum.
Ég hef áður bloggað um hvernig ofurvald lyfjafyrirtækjanna gerir pressuna á “að allir VERÐI ALLTAF að bólusetja sig” í hæsta máta varhugaverða.
Eins virðsta vera veigamiklar “second opinions” sem halda fram skaðsemi bóluefnisins á eðlilega virkni ónæmiskerfisins.  Margar síður til um þetta (sem Google á sjálfsagt eftir að gjaldfella með BS merkingunni sinni).
En þessi debatt um kvaðir v/s frelsi einstaklingsins til athafna, mun sjálfsagt halda áfram löngu eftir að ég og Þórólfur Guðnason erum gengnir.


mbl.is Ótímabært að skylda til að bólusetja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband