Nú geta líka Evrópubúar glaðst

Minni á leyniskjalið sem WikiLeaks birti um þetta samkomulag.

Hlutlaus rannsóknin á afleiðingum fríverslunarsamningsins var unnin af GDAE „Global Development and Environment Institute“ við bandaríska Tuffs háskólann. Niðurstaða þeirra reynist hörmuleg fyrir Evrópu:

583.000 atvinnutækifæri myndu glatast innan Evrópusambandsins til ársins 2025.  Fækkunin kæmi harðast niður á Þýskalandi, Frakklandi og Norðurevrópsku löndunum (þ.m.t. Íslandi)  TTIP hefði það í för með sér að útflutningur drægist saman með þeim afleiðingum að brúttóframleiðsla innanlands, skattatekjur og nettóinnkoma heimilanna minnkaði.  Sér í lagi þeir launþegar innan ESB sem sinna ófaglærðum störfum, fyndu fyrir launaþrýstingi. 

Hinsvegar liti niðurstaðan miklu betur út fyrir Bandaríkin.  Vegna TTIP skilaði þeim hagnaði á öllum sviðum.  Enn annar hópur sem myndi hagnast á TTIP eru fjölþjóðlegu stórfyrirtækin og hlutabréfamarkaðirnir.  Þeir fá að þrútna sérstaklega mikið út, nokkuð sem færir spákaupmönnum og sérstaklega hinum ofurríku mikinn ágóða í aðra hönd.  Sem var jú það sem Hillary barðist hvað ákafast fyrir.

Eitt stig fyrir Trump.


mbl.is Trump hyggst rifta fríverslunarsamkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband