Facebook og Zuckerberg

Mjög áhugaverður er TED fyrirlesturinnar hennar Zeynep Tufekci sem má finna hérna:

https://www.ted.com/speakers/zeynep_tufekci  og sérstaklega hérna

https://www.ted.com/talks/zeynep_tufekci_we_re_building_a_dystopia_just_to_make_people_click_on_ads

Zeynep er mjög merkilegur tækni-samfélagsfræðingur (Techno-sociologist) og hefur fjallað um hvernig samfélögin okkar breytast með tilkomu algorythma og þessa stafræna umhverfis.  Hvet alla áhugasama um upplýsingasamfélag og eftirlit til að mynda ykkur skoðun á henni.

 


mbl.is Biðst afsökunar í heilsíðuauglýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hressandi listrýni

Hvað maður getur nú verið feginn því að loksins sé komin upp gagnrýnin umræða um myndlist í opinberu rými.  Að loðmullunum sé ekki látinn vetvangurinn eftir.  Sú var tíð þegar var rifist um myndlist, hún hafði ´relevans´ í umræðunni enda tók fyrir áþreifanleg málefni.  Ég fagna því að þessi tími virðist kominn aftur, allavega hvað þetta varðar. 

Fannst þetta nú alltaf frekar slappur skúlptúr, margt sem Hulda hefur gert sem var miklu betra.  Finnst samt mjög eðlilegt að héðan í frá verði minnisvarðinn vaktaður rafrænt, gæti undirstrikað á áhrifamikinn máta eftirlitshlutverk NATO.  Þyrfti þá reyndar að vera tengt sjálfvirku refsikerfi sem beindist gegn þeim sem litu merkið hornauga.


mbl.is Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Angar klámvæðingarinnar

Já Kolbrún, en þetta er ekki vel einhlítt. Sonur minn er á 1. ári í framhaldsskóla og læknanemahópur frá Ástráði kom í heimsókn og sýndi efni sem honum þótti klámfengið. Þar hefði fyrirlesarinn lofað klámáhorf og sagst horfa drjúgt á það sjálfur. Tjáði sig um mikilvægi þess í þroskaferli ungmenna. Stemningin yfir "kynfræðslunni" var öll á þann dúrinn að syni mínum ofbauð svo að hann stóð upp og kvaddi. Kvartaði síðan til skólastjóra. Í bréfaskriftum sem fylgdu milli mín og skólastjórans ræddi hann um særða blygðunarkennd og afar misjöfn viðmið fólks.  Breytti þar engu um að kennarar hefðu yfirgefið stofuna svo enginn starfsmaður skólans vissi hvað hefði gengið á.
Auðvitað er þetta samfélagslegur sjúkdómur sem hittir okkur öll fyrir, án tillits til þess hvort maður er klám "neytandi" eða "neitandi". menn sem konur og ekki annað í boði að berjast gegn þessu. Hér snýst þetta ekki um neitt annað en virðingu sem við VERÐUM að hafa hvert fyrir öðru.


mbl.is Drengir yngri en 11 ára horfa á klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meint grímuleysi kennara og Framsóknarflokkurinn

Þrátt fyrir hjarðhegðun hópa og þá eru kennarar sjálfsagt ekki undanskildir, er það heldur undarlegt að Ólafur skuli láta sér detta í hug að kennarar séu þess ekki megnugir að fatta sjálfir hvílíkum brauðmolum var hent til þeirra í samningnum.  Ræddi á dögunum við Samfylkingarmann og Sjálfstæðismann sem báðir eru kennarar (eða voru það kennarar sem kjósa flokkana?) og báðir úttöluðu sig gegn samningnum.  Grímulaust.

Ætli þetta tengist ekki frekar því sama og gerist hjá VR og Eflingu, að tími er kominn á gömlu brýnin?


mbl.is „Blaut þriggja prósentu tuska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki Bandaríkjanna

Þarna kemur Prabhu að mjög áhugaverðu máli, hver á seðlabanka BandaríkjannaOg hver stendur á bak við hann?

Although an instrument of the U.S. Government, the Federal Reserve System considers itself "an independent central bank because its monetary policy decisions do not have to be approved by the President or anyone else in the executive or legislative branches of government, it does not receive funding appropriated by the Congress, and the terms of the members of the Board of Governors span multiple presidential and congressional terms."

Heilt yfir virðist bankinn vera í einkaeigu bankastjórar kosnir af hluthöfum.  Það býður uppá marga fleti og hafa ótal greinar og bækur verið skrifaðar af gagnrýnendum þessa skipulags.

Líklega er því frekar ólíklegt að fjármálastjóri VISA láti hafa eftir sér eitthvað jákvætt um bitcoin. Nú eða eitthvað sem dregur úr notkun þess fjármagns sem rennur í gegnum fyrirtækið hans.

Nokkrar slóðir sem fást við að leita eftir ´federal reserve criticism´.

https://rationalwiki.org/wiki/Federal_Reserve

https://www.nytimes.com/2015/12/08/business/dealbook/economists-criticism-of-federal-reserve-policies-gains-ground.html

https://en.wikipedia.org/wiki/Criticism_of_the_Federal_Reserve#Private_ownership_or_control


mbl.is Stjórnandi hjá Visa vegur að bitcoin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og fleira um Facebook

Assange-Zucker


mbl.is Af hverju hættirðu ekki á Facebook?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tungumálið burðargrind hugsunar

Tungumálið heldur utan um hugsunina og veitir henni brautargengi. Það sem hægt er að tjá með orðum er orðið áþreifanlegt og hægt að deila milli fólk sem skilur sama tungumál. Það gerir tungumálið einstætt og ofar öllum öðrum tjámiðlum. Tungumálið er því forsenda og útgangspunktur fyrir allt annað. Engin angi tjáskipta getur gert þessa kröfu, hvorki myndlist, tónlist, leiklist né nokkur annar frjóangi menningar. Þegar skilningur á tungumálinu dvínar, minnkar líka geta til tjá- og samskipta.

Því held ég að Sigríður þessi sé trítlandi á glapstigum og leitt að fræðimennirnir sjái ekki hnignun Íslenskunnar sem vandamál hugsunar. Nú fækkar þeim bókum hratt sem hægt er að bjóða nemendum í 10. bekk til lesturs. Fornbókmenntirnar eru að hverfa, t.d. Gísla saga Súrsonar, sem og bækur Halldórs Laxness. Gamall íslenskukennari sagði við mig í vetur stynjandi: Kennarnir skilja bækurnar varla sjálfir. #endurmenntunkennara?

Nú er ég mjög hrifinn af þeim blæbrigðum sem íslensk tunga býður uppá, tel þann dag góðan sem ég læri nýtt orð eða orðatiltæki.  Þarf þó sífellt að fletta upp hvernig þetta og hitt orðið er skrifað rétt. Á ennþá orðabók Menningarsjóðs sem ég fékk í fermingargjöf uppi í hillu, og nota hana óspart. Les daglega lengur eða skemur á einhverju þeirra tungumála sem hef vald á en kem alltaf til baka til þess grunns sem ég hef aflað mér á Íslensku.

Leitt þegar prófessorar í Íslensku hafa gefist upp á að sinna starfanum sínum. Spurning hvort þeir hugsi sér ekki í átt að Hólavallagarðinum og rými stöður sínar fyrir öðrum og yngri eldhugum.


mbl.is Yngra fólkið kýs ensku umfram íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýti húsnæðismála

Við hjónin bjuggum tímabundið í Þýskalandi uns við fluttum til Íslands 2005.  Skömmu áður en við tókum ákvörðun um flutninginn, vorum við komin á fremsta hlunn með að kaupa okkur hús í sunnanverðri Hamburg, vorum komin með lánsloforð og allt það.  Nema að við sáum fram á að lækka hjá okkur leiguna og ná samt að ljúka afborgunum af €100þ eign á 10 árum.  Ég hafði fasta (láglauna)vinnu en greiddi samt ekki nema 1/5 af tekjum mínum í leigu.

En í staðinn fluttum við til Íslands, keyptum á nánast sama verði og í Hamburg.  Nema hér höfum við borgað skilvíslega í tæp 13 ár, eigum ekkert í húsinu okkar og það sem við áttum hafa lánastofnanir hirt.  Hér fer 1/3 í afborganir af húsinu.  Hún er dýr heimþráin.

Svona til gamans (?) og samanburðar eru hérna 3 þýskar lánastofnanir sem bjóða uppá fasteignalán

Deutsche Bank með 1,04% vexti

Hamburgar Sparkasse - Haspa - með 1,04% - 1,83% vöxtum eftir lánstíma

Immonet með 1,39%

Og til enn meira gamans og samanburðar borga ég núna af skuldabréfum hjá ÍLS uppá 5,1% og þegar stjórnvöld grípa inní þessa sjálftöku, bjóða þau mér af gjafmildi sinni að nota séreignasparnaðinn minn til að moka í hýtina.  Og eru þeir hjá Íbúðalánasjóði að átta sig á þessu?  Ojæja.


mbl.is Íslensk heimili skulda mun meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband