vopnaðir kennarar

Eitt athyglisverðasta innskot forsetans var að ekkert þyrfti neitt sérstaklega að draga úr byssu- og vopnaeign USA heldur frekar hitt, að fjölga og jafnvel að vopnavæða kennarana. 

Rakst á þessa myndskreytingu þeirrar hugmyndar:

kennarar


mbl.is Fyrirtæki slíta tengsl sín við NRA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andstaða Siðmenntar við trúarbrögð

Kemur svosem engum á óvart að Siðmennt sé á móti þessu. Enda yfirlýst stefna þeirra að útrýma trúarbrögðum með þeim táknum og sérkennum sem innan þeirra lifa. Mörg þessara sérkenna eru reyndar mannfjandsamleg (umskurður stúlkna) en önnur á borð við umskurð drengja eru frekar til þess fallinn að bæta líf. En að börn séu beitt “alvarlegu og óafturkræfu inngripi” er ekkert nýtt, þau þurfa að sætta sig við ýmislegt áður en þau verða lögráða. Í mörgum tilvikum lenda þau í nef- og hálskirtlatöku, botnlangatöku, (hvað fleira á heima hérna ...?) svo eitthvað sé nefnt.
Finnst mjög umhugsunarvert að Siðmennt sjái engan mun á umskurði drengja og stúlkna og að félagið leggi þetta að jöfnu.


mbl.is Siðmennt styður bann við umskurði drengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraína í logum

Ukraine On FireVar að horfa á gríðarlega áhugaverða heimildarmynd sem fjallar um átökin í Úkraínu og er að því leiti áhugaverðari en margar aðrar að hún virðist vera samstarfsverkefni milli USA, Rússlands og Úkraínu.  Framleiðaindinn er gamla brýnið Oliver Stone sem hefur lengi verið að snerta á verkefnum sem enginn annar þorir að taka á.  Guantanamo, Snowden, Wall Street, World Trade Center og Nixon svo eitthvað sé nefnt.

Myndin er mikill áfellisdómur um þátt vestrænna fjölmiðla sem eiga að hafa æst upp átökin með einhliða umfjöllun sinni um átökin.  Skylduáhorf allra sem hafa áhuga á átökum öxulveldanna og friði í heiminum.  Fyrir áhugasama er hérna líka slóðin inn á myndina hjá Vimeo.

 


Kjörsókn 33,5 prósent

Þýðir ekki kjör­sókn upp á 33,55%: who cares?  Ef einungis þriðjungur félagsmanna nennir að spá í þessu, er þá ekki komið ´jæja´ á Samfó?


mbl.is Heiða fær annað sæti og Skúli það þriðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum um að kenna

Nú getum við glaðst því sökudólgurinn er fundinn. Ástæða þess að nemdum hrakar í PISA könnunum.  Ástæða þess að börn haga sér dólgslega svo lögreglan þurfi afskipti.  Líklega líka ástæðu kulnunar og stéttarflótta kennara.  Hverju veldur að Íslenskir skólar fái algera falleinkunn og eru undir meðaltali jafnaldra sinna á Norðurlöndum og í OECD ríkjunum.

Í tölfræði OECD virðist vera hægt að lesa að ástæðan sé ekki léleg fjármögnun skólakerfisins.

Heldur... það er náttúrulega þessi leysandi og frelsandi niðurstaða rannsóknarhópsins hennar Svandísar heilbrigðisráðherra sem leiddi sannleikan í ljós.  Það var bara klukkan eftir allt.

Nú fellur þetta allt í ljúfa löð.  Og við toppum Finnland í PISA í næstu könnun.

http://www.ruv.is/frett/leggja-til-ad-klukkunni-verdi-breytthttp://www.ruv.is/frett/leggja-til-ad-klukkunni-verdi-breytt


mbl.is Menntamál fá falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Clinton sagði

Alveg var ég viss um þegar ég klíkkaði á greinina “Clinton: hefði átt að reka hann” að um væri að ræða Bill Clinton og ungu aðstoðarstúlkuna Lewinski sem hann átti í sambandi við um árið og laug um.

Þótt það sé raunar heldur þunnt að reyna enn að tutla út einhverjum dropum úr þeirri sögu, má alveg eins segja að það sé ekki mikið kjöt á beinunum að fá Hillary til að úttala sig um 10 ára gamlan atburð.  Og ekki sjáanlegt að það þjóni öðru en því að krefjast þátttöku hennar.  Hitt er þó víst að ekki var það hann sem kom í veg fyrir að hún fengi kosningu.


mbl.is Clinton: Hefði átt að reka hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband