Sorgleg afstaða USA

Þetta er sorgleg afstaða sem USA tekur gagnvart Snowden og þarmað öllum heiminum.  Fyrir hans blístrublástur (whistleblow?) fékk umheimurinn via Wikileaks upplýsingar um hvernig leyniþjónusta USA brýtur mannréttindi og nánast öll lög og reglur alþjóðasamfélagsins.
Því með þessari afstöðu leggja þeir blessun sína yfir allt það sem hann barðist gegn: pyndingum í Guantanamo, mannréttindabrotum útum allan allan heim að ógleymdum njósnum meðal allra leiðtoga í heimi.  Mikilvægi hans á heimsmælikvarða á að vera reiknanlegt á þeim skala gagns sem hann færir heiminum.  Að koma upp um lygi, að fletta ofan af svikum og draga krimmana í ljósið.  Friðarverlaun Obamas ætti hiklaust að flytja yfir á hann.
Free Snowden


Hérna Snowden á TED um mikilvægi friðhelgi einkalífsins og internetsins:

Við getum síðan fabúlerað ögn um siðferðilega afstöðu almennt, er það almennt viðsættanlegt að stela til að bjarga mannkyninu, fórna einstaklingi fyrir heildina eða drepa, lífsins vegna.  Í mínum huga er Snowden hetja sem fórnaði eigin (daglegu) lífi fyrir heill heimsins.

 

mbl.is Snowden fær ekki sakaruppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mögnuð mynd "Citizen four", en hafa uppljóstranir Snowden haft einhver varanleg áhrif. Vissulega er fólk nú meðvitaðra um það sem gerist bakvið tjöldin en það er enn njósnað um almenning og hleranir á símum þjóðhöfðingja og annarra í ábyrgðarstöðum eru aftur samkvæmt "business as usual".

Ragnhildur Kolka, 29.7.2015 kl. 10:46

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já þessi athugasemd á því miður rétt á sér - þótti t.a.m. magnað þegar Merkel komst að því að Obama hefði hlerað símann sinn: ´skamm-skamm, svona njósnar mar nú ekki um vinina sína.´  

Og síðan ekkert meira.  Ha?  Enginn skandall?  Engin hörð viðbrögð utanríksþjónustunnar?  Slíta stjórnmálasambandi uns opinber afsökunarbeiðni barst?

Heimilidarmyndina “Citizen four” er hægt að sjá á Youtube:
https://www.youtube.com/watch?v=rn4F8CCvmyA

En samt er ég óbifanlegur í þeirri fullvissu að dropinn holi steininn og í þeim samanburði vil ég halda áfram að vera dropi þótt máttur dropans sýni sig aðallega í tímanum og fjölda dropanna sem vinna saman.

 

 

 

Ragnar Kristján Gestsson, 29.7.2015 kl. 11:18

3 identicon

THE JESUITS, PRIESTHOOD OF ABSOLUTE EVIL EXPOSED

https://www.youtube.com/watch?v=Wq_5jvxI9mU#t=3011

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 11:19

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Eða eins og segir í hækunni:

Glit af stökum dropa,
einn og aðskildur.
Saman skera dali.

 

 

 

Ragnar Kristján Gestsson, 29.7.2015 kl. 11:47

5 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@Helgi: athyglisvert en sumstaðar erfitt áhorfs.  Trúir þú þessu sjálfur?

 

 

 

Ragnar Kristján Gestsson, 29.7.2015 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband