Ekki bara siðfræðingar ...

Eiginlega ættu það ekki bara að vera siðfræðingar heldur nánast allt hugsandi fólk að hafna því að láta Íslenska Erfðagreinginu kortleggja þjóðina.  Ég bjó úti í Þýskalandi þegar Kári hófst handa.  Þegar ég sagði fólki frá þessu spurði fólk hvort þjóðin væri ekki samtaka í andspyrnu gegn þessu.  Það vildi síst skilja hvernig einhverju dytti í hug að leyfa að sjúkdómar þess væru kortlagðir: hafiði aldrei heyrt talað um persónuvernd?  Tryggingarfélögin (í einkaeign vel-að-merkja) sóttust eftir að fá slíkar upplýsingar enda gulls ígildi fyrir þau.  Pabbi eins félaga míns var t.d. sykursjúkur og félaginn var metinn í hærri gjaldflokk vegna þess.  Þannig er gjaldinu stýrt út frá upplýsingagrunninum sem tryggingafélagi býr yfir.  

Nú er Persónunefnd hérlendis tiltölulega óvirkt félag og býsna baráttusnautt í samanburði vil kollega sína víða (þeir geta örugglega fundið einhver lönd þar sem persónuvernd er bágbornari (t.d. USA LoL ) til að bara sig saman við).  Líklega er að vænta yfirlýsingar frá þeim þar sem þeir útskýra með sennilegum rökum hvernig standi á því að þeir sé svo aftarlega á merinni þegar kemur að því að vernda persónurnar.  Nú komu t.d. hjálparsveitarfólk á minn bæ og veit síðan þá nákvæmlega hverjir skiluðu og hverjir ekki.
mbl.is Kári svarar siðfræðingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Og síðan kom hjálparsveitin í kvöld með listann yfir þá sem voru ekki búnir að skila (t.d. mig) og rukkuðu inn.  Ég hvatti þá til að finna sér betri sponsora og þá varð félaginn fúll og fór án þess að kveðja.  Þarf að velta því fyrir mér betur hvar ég kaupi flugeldana næst.

Ragnar Kristján Gestsson, 11.5.2014 kl. 22:22

2 identicon

Fyrir 20 árum síðan varð ég fyrir gífurlegum þrýstingi að taka þátt í erfðafræði rannsókn, var ég kallaður vænissjúkur með afbrigðum að afneita þátttöku þar sem ég treysti ekki að þessar persónu upplýsingar lentu ekki hjá þriðja aðila, hryðjuverkamaður þar sem niðurstöður úr þessari rannsókn áttu eftir að hjálpa fjölda fólks.

Það gekk svo langt að einn forsvarsmanna rannsóknarinnar hafði samband við mig og fullvissaði mig um að allar uppl. væru dulkóðaðar og færu aldrei til þriðja aðila.

Því miður lét ég undan þrýstingi og mætti í rannsóknina sem reyndist svo ekki bara snúast um lífsýni heldur líka um áleitin og ágengan spurningarlista framkvæmdur af þremur einstaklingum sem ég svaraði af eigin geðþótta.

Ég fylgdist vel með rannsókninni í áranna rás og að lokum endaði hún hjá þriðja aðila.

Ég gerði athugasemdir hjá þar til bærum yfirvöldum og mætti þar töluverðri óvild í minn garð, sem kom mér ekki sérstaklega á óvart.

L.T.D. (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband