Obama í útrás/innrás

Af hverju treystir fólk ríkisstjórn Bandaríkjanna?
Við teljum okkur búa í lýðræðislegu samfélagi.  Finnst okkur þetta vera eðlileg samskipti lýðræðislegs samfélags við nágranna sína?  Og nú er ég ekki bara að horfa á samskipti USA og Kúbu heldur líka t.d. USA og Íslands (afskipti Obama af hvalveiðum okkar) eða ef út í það er farið: USA og hvaða lands sem er í heiminum (Ofarlega í huga mér eru málefni Sýrlands, Lýbíu, Úkraínu ofl.)

Og af hverju er þett hjá Mbl undir dálknum ´Tækni og vísindi´?  Af hverju ekki undir dálknum ´Alþjóðastjórnmál´ eða ´Utanríkismál/alþjóðamál´???
Er það vegna aðdáunar blaðamanns á möguleikum tækninnar umfram yfirtroðslu lýðræðisins?  Spyr sá sem ekki veit.
mbl.is Nota Twitter til að grafa undan Castro
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar vangaveltur.

Mér er líka spurn hvernig á því væri tekið ef erlend ríkisstjórn reyndi að hafa slík áhrif á innanríkissmál Bandaríkjanna.

En það er ekki spurning að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur á takteinunum áætlun til að stýra atburðarrásinni ef "vel" tekst til, enda um nýlenduvæðingu að ræða fyrir stórfyrirtækin.

L.T.D. (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 10:37

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ef það er ekki of oft sagt mætti vel bæta við þeirri vangaveltu hvernig á því stendur að Evrópuríki létu það viðgangast að Janúkóvítsj (hversu slæmur sem hann síðan var) væri steypt af stóli og fagni þess í stað nýrri leiðitamari ríkisstjórn.  Og jákvæðari í garð EU.

Ragnar Kristján Gestsson, 4.4.2014 kl. 16:47

3 identicon

Ójú, allt snýst þetta um hagsmuni víst.

Eða þá vangaveltur um þá "snilldar áætlun" EU að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil, vitandi fullvel að það gengi ekki upp nema EU stefndi í átt að alvöru sambandsríki og við sem viljum sjá sjáum öll hvert stefnir.

Til eru þeir sem vöruðu við en þeir voru úthrópaðir "samsæriskenningasmiðir" og hver vill bera þann kross sem sú úthrópun fylgir?

En ein "snilldar áætlunin" sem hefur verið í þróun og hefur reyndar verið í þróuni í áratugi, sem er TTIP (Transatlantic Trade and Investment Partnership)

Þar hafa samsærisgeggjarar farið hamförum og talað um fullkomnun á " New World Order"

Ætli við verðum ekki bara að bíða og sjá hvort þeir hafi rétt fyrir sér ...

L.T.D. (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband