Jafnrétti = lögskipuð einsleitni?

Nú býð ég spenntur eftir því að feministar allra landa sameinist og fordæmi þessa frelsissviptingu konunnar.  Því ekki aðhyllumst við einsleitni kynjanna heldur sjálfsákvörðunarrétt konunnar yfir eigin lífi … ekki satt?

Eða var það ekki?


mbl.is Banna stelpum að klæðast pilsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Ég veit ekki með Bretland, en á Íslandi styðja femínistar (þær öfgafyllstu) einmitt ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna, heldur vilja þær (öfgafemínistarnir) ráða því hvaða sjálfsákvarðananir aðrar konur taka.

Austmann,félagasamtök, 2.8.2013 kl. 10:33

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Skólabúningar hafa aldrei verið háðir sjálfsákvörðunarrétt krakkanna. Þeim er skylt að ganga í þessum búningum, strákar í skyrtu og buxum, stúlkur í pilsum og blússu.

Satt best að segja held ég að feministar fagni þessu frekar en að fordæma, enda ekki allar stúlkur (þ.m.t. ég) sem kæra sig um pils og kjóla.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.8.2013 kl. 10:58

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@ Ingibjörg Axelma: En ertu ekki þarna komin á skjön við þig sjálfa? Þarna sýnist mér þú vilja lögskipa krakkana inn í eitthvað mót - einmitt það sem femistar berjast gegn. Eða hvað? Þannig að það er ekki mótið (andstæðan við frelsið) sem þú sækist eftir heldur bara hvaða annað mót en gildandi mót?

Ég skil síðan ekki þessa óvild gagnvart kynjum - ertu að mæla fyrir afkynjunni sem genderumræðan hótaði hér um árið? 

Ragnar Kristján Gestsson, 2.8.2013 kl. 14:36

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég sagði hvergi að þetta væri eitthvað sem ég fagnaði sérstaklega. :)

Hinsvegar sagði ég að valfrelsi barnanna væri óbreytt, og það eina sem breytist er búningurinn. Krökkunum er enn skylt að ganga í skólabúningum.

Ena svona úr því að þú biður mig um mitt persónulega álit, þá þætti mér ekkert sjálfsagðara að stúlkurnar (og drengirnir) fengju að velja á milli pils og buxna.

Ég myndi sjálf velja buxur.

Hvað varðar óvild í garð kynjanna, þá er hún ekki til staðar hjá mér, og mér þykir það miður ef þú hefur skynjað slíkt út frá fyrri athugasemd minni.

Fólk er jafn mismunandi og það er margt, óháð kyni, og fjölbreytileika ber að fagna.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.8.2013 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband