Og enn styður Benedikt bankana

Það að draga úr reiðufé er fyrst og fremst liður í því einkaleyfi á flutningi fjármuna sem Benedikt hyggst afhenda bönkunum á silfurfati. Sá fyrirsláttur að þetta stöðvi svart hagkerfi dugar skammt því það sem gerist er að aldrei framar verður aur færður innan þessa kerfis öðru vísi en að bankinn taki af því færslugjald og þjónustugreiðslur og vinnslugjald og vaxtabótaskilmálagjald og endurnýjunargjald og vistunarþóknun og upplýsingagjald og … Og Benedikt er röskur að afnema allt það sem Frosti Sigurjóns barðist fyrir í síðustu ríkisstjórn, nokkuð sem var e.t.v. það róttækasta sem hefur verið reynt í íslenskri fjármálapólitík síðustu ára. Og ábyggilega það sem nýttist hinum almenna borgara best.


mbl.is 10.000 króna seðillinn úr umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband