Sigmundur og formannsslagurinn

Margir hafa viðrað þá pælingu hve óviturlegt það sé hjá Framsóknarflokknum að skipa sér í fylkingar með formannskjöri svona korter í kosningar.  Óþarft að bera í þann bakkafulla læk.  HInsvegar eru þessi tveir menn býsna ólíkir sem formannsefni og væri (verði ég) ég framsóknarmaður kysi ég Sigmund en aldrei Sigurð.  Sigmundur hefur sýnt í orði og á borði að hann er hugsuður með nægan kraft til að leiða ríkisstjórn betur en aðrir hafa gert frá aldamótum.  Ég hef rætt þetta Wintris mál við marga og flestir sammælast í því að finna Sigmundur hafa komð með fullnógar útskýringar á sinni hlið á því.  Og þegar í ljós kom að hann hafði losaði sig undan fyrirtækinu í tæka tíð og að Anna Sigurlaug hefði greitt af þessu skatta á Ísland, fannst mér þessi flétta RÚV býsna svínsleg.  Og full langt gengið hjá ríkisrekinni stofnun að ljúga sökum upp á sitjandi forsætisráðherra til að koma á hann (og sitjandi ríkisstjórn) höggi.  

Raunar líka áhugavert að skoða þátt Smára McCarthy í Reykjavík Media og öllum þessum leðjuslag nú þegar hann er sagður vera forsætisráðherraefni Pírata.

Og svo fókusinn fái að dvelja ögn lengur á Sigmundi þá átti Sigmundur síðan í Leiðtogaumræðum RÚV sl. fimmtudag besta ´burn´ (eins og krakkarnir segja) sem ég man eftir í sjónvarpi í langa tíð: „Kári heitir hann, var það ekki?“  Sjá á slóðinni hérna á 1:24:34


mbl.is Voru búin að ákveða að setja Sigmund af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband