Sigmundur og Wintris

Jóhannes Gunnar Bjarnason, framsóknarmaður á Akureyri, sagði sig úr flokknum eftir að núver… eh fyrrverandi samherjar hans höfðu skilið að Wintris var ekki vandamál orsakað af Sigmundi heldur því hvernig RÚV með Jóhannes Kr. í fararbroddi kaus að klekkja á þáverandi forsætisráðherra.  Ég reikna með að Framsóknarflokkurinn sé sterkari eftir brottför Jóhannesar - og ábyggilega betur kominn.
Frá mínum bæjardyrum séð gerði Sigmundur grein fyrir öllum sínum fjármálum og allt var uppi á borðum.  Og samt hef ég aldrei verið framsóknarmaður.  Verð þó að viðurkenna að SDG gerði býsna fína hluti á þeim tíma sem  hann stýrði.  Kannski maður kjósi hann bara næst?


mbl.is Sigmundur með afgerandi forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband