Um skólamál

Þetta er raunar mjög áhugaverð umræða um skólamál sem hér fer fram og ég er hissa að enginn bloggari taki sér lyklaborð í hönd og leyfi ljósi sínu að skína núna.  Kannski það sé vegna ótta um að vera með hatursorðræðu.  Erfitt þegar einn þjóðfélagshópur hefur vopn og dómskerfi á bak við sig og einbeittan notkunarvilja til að berja skoðanaandstæðinga sína inn í ´kassann´.  Kom ekki hvað síst í ljós í ´Útvarp Saga´ dæminu.
En að skólamálunum þá þekki ég nokkuð til þeirra og fyrir mér snýst málið líka um rétt foreldra til að hafa áhrif á hvað barninu mínu er kennt.  Ég hef nefninlega þann rétt til að vera sáttur og/eða ósáttur við hvaða þrýstihópar sjái verlferð sinni borgið með tjáningu við yngstu kynslóðirnar.  The hand that rocks the cradle, rules the world.  Því öll sjáum við í börnunum lykil framtíðarinnar.  Eða lykil að þeirri framtíð sem við kjósum þeim (og okkur).  Andstæðingar kristinnar trúar hafa farið mikinn gegn Gídeonmönnum og fengið þeim úthýst úr skólum á höfuðborgarsvæðinu.  Einhverra hluta vegna hafa þeir sloppið við refsivönd hatursorðræðufólksins.  Sleppi vangaveltum af hverju það er.  En mér þykir skjóta skökku við þegar maður eins og Jón Valur bendir á sinn flöt í umræðunni, að hann sé bannaður.  
Minnir mig á frægt dómsmál í Þýskalandi þar sem maður nokkur var ákærður fyrir að tala sig út um að Holocaust hefði ekki átt sér stað.  Lögfræðingurinn sem maðurinn fékk úthlutaðan sem verjanda lenti í þeirri úlfaklemmu að þurfa að lesa upp í réttarsalnum ákæruatriðin.  Nema að þarmeð féll hann undir sama dómsákvæðið og var handtekinn á staðnum.  Úr þessu varð síðan mjög þörf umræða um frelsi tjáningar.  Krúttkynslóðin sem orðið bannar alla heilbrigða umræðu snerti hún við fíngerðum taugum þeirra, getur varla fengið að stýra allri umræðu í skóli laganna.  Eða er það?

Já, og kennarar: til hamingju með samninginn.  Vonandi er hann nýtilegur.


mbl.is Ekki verið með hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú geta líka Evrópubúar glaðst

Minni á leyniskjalið sem WikiLeaks birti um þetta samkomulag.

Hlutlaus rannsóknin á afleiðingum fríverslunarsamningsins var unnin af GDAE „Global Development and Environment Institute“ við bandaríska Tuffs háskólann. Niðurstaða þeirra reynist hörmuleg fyrir Evrópu:

583.000 atvinnutækifæri myndu glatast innan Evrópusambandsins til ársins 2025.  Fækkunin kæmi harðast niður á Þýskalandi, Frakklandi og Norðurevrópsku löndunum (þ.m.t. Íslandi)  TTIP hefði það í för með sér að útflutningur drægist saman með þeim afleiðingum að brúttóframleiðsla innanlands, skattatekjur og nettóinnkoma heimilanna minnkaði.  Sér í lagi þeir launþegar innan ESB sem sinna ófaglærðum störfum, fyndu fyrir launaþrýstingi. 

Hinsvegar liti niðurstaðan miklu betur út fyrir Bandaríkin.  Vegna TTIP skilaði þeim hagnaði á öllum sviðum.  Enn annar hópur sem myndi hagnast á TTIP eru fjölþjóðlegu stórfyrirtækin og hlutabréfamarkaðirnir.  Þeir fá að þrútna sérstaklega mikið út, nokkuð sem færir spákaupmönnum og sérstaklega hinum ofurríku mikinn ágóða í aðra hönd.  Sem var jú það sem Hillary barðist hvað ákafast fyrir.

Eitt stig fyrir Trump.


mbl.is Trump hyggst rifta fríverslunarsamkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið vestanhafs

Svona er nú lýðræðið í heiminum stundum.  Eða sjokkið sem vestrænir fjölmiðlar fengu yfir að þrátt fyrir allar sínar ´skoðanamótandi kannanir´hafi þjóðin vestanhafs tekið uppá því að kjósa yfir sig aðra leið en eigendur fjölmiðlanna vildu.  Eins og í Brexit.  Ólíkt og hjá Guðna.  En súru eplin eru alltaf til staðar í lýðræðinu.  Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvað kanarnir gera.  Og ekki skal gleyma stóru yfirlýsingunum af hálfu hinna ýmsu þjóða.

Og hugsandi um þetta „pussy“ tal hans Trumps, eru allir búnir að gleyma hvert vindillinn hans Bill Clintons lenti?  Hvað hét snótin, Monika Lewinski eða eitthvað í þann dúr?


mbl.is „Ekki minn forseti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

USA milli steins og sleggju

bush.png


mbl.is Tvísýnt um úrslit kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kára-Care?

Enda þótt þetta sé lýsing á Obama-Care og alúðinni sem bandarískt kerfi sýnir börnunum sínum, er þetta líka lýsing á því sem yfirmenn sjúkrahúsa telja með„eðlilegum hætti“ og því sem notendur sjúkrahúsa upplifa.
Sem leiðir líka hugann að ofurhátækni sjúkrahúsinu sem Kári ofl. vilja að rísi.  Er sami munur á þeirra skynjun og þess raunveruleika sem við viljum?  Þeir hömruðu á því að þetta væri aðalkosningamálið á meðan að venjulegar fjölskyldur berjast í bökkum við að láta enda ná saman.

Og að lokum: smá myndskeið frá Monty Python í tilefni dagsins.


mbl.is Ól barn í bílnum, ber að greiða 7.400 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kvótakanínan

Miklu betri hugmynd að setja kvóta á þær og selja aðgang að veiðsvæði Reykjavíkurborgar.  Gott og vel, ég veit að hugmyndin er ögn í ætt við Besta-flokks-lausn en kanínukjöt er bráðhollt og gott.  Ein uppskrift hugmyndinni til stuðnings:

Italian-Style Braised Rabbit With Rosemary and Mushrooms


    •    1 whole rabbit (2 1/2 to 3 pounds)
    •    Olive oil
    •    Salt and pepper
    •    Flour, for dusting
    •    2 cups onions, finely diced
    •    2 cups leeks, finely diced
    •    6 garlic cloves, minced
    •    2 tablespoons rosemary, roughly chopped
    •    1 tablespoon crumbled dry porcini mushrooms, soaked in warm water to soften, drained and finely chopped
    •    8 ounces cremini or portobello mushrooms, thickly sliced
    •    Pinch of red pepper flakes
    •    1 cup chopped canned tomatoes, or home-preserved, if possible
    •    ½ cup dry white wine
    •    1 cup unsalted chicken broth

Cutt the rabbit into 9 pieces (or ask your butcher to) as follows: with a sharp cleaver, cut the saddle (center portion) into 3 pieces, leaving the kidneys attached. Cut the front portion (front legs) in half through the backbone. Chop each hind leg into 2 pieces. Reserve the liver and heart to sauté as a snack.
Heat .25 inch of olive oil in a Dutch oven or deep, wide heavy skillet over medium heat. Season the rabbit pieces with salt and pepper, then dust lightly with flour. Lightly brown the rabbit for about 3 minutes on both sides, working in batches. Drain on kitchen towels, then transfer to a baking dish in one layer. Heat oven to 375 degrees.
Pour off the used oil, wipe out the pan and add 2 tablespoons fresh oil. Heat to medium-high, add the onions and cook till soft, about 5 minutes. Add the leek, garlic, rosemary and mushrooms. Season generously with salt and pepper, and add red pepper flakes to taste. Cook for 2 minutes more, stirring.
Add the chopped tomatoes and wine, and let the mixture reduce for 1 minute. Add the broth, bring to a simmer, taste and adjust seasonings.
Ladle the mixture evenly over the rabbit. Cover the dish, and bake for 1 hour. Let rest 10 minutes before serving.


mbl.is Leggja til að kanínum verði fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband