Stríðsgyðjan Hillary?

Þarna er ég [sorglega] sammála Trump, bæði hefur Hillary lýst því yfir að það þurfi að stöðva Rússa, eins var hún ákafur stuðningsmaður Írak stríðsins sem var, eins og allir muna, hafið á grundvelli upploginna ásakana.  Og sem startaði ISIS og öllum þeim mannlegu hamförum sem hrista nú Evrópu.
Grein hér í Huffington Post kallar hana frambjóðanda stríðsvélarinnar vegna óskilyrts og ákafs stuðnings hennar við hergagnaframleiðendur.

En ég rakst á þessa ágætu mynd sem er eins og töluð út úr mínu hjarta.

forsetakjör USA


mbl.is Stefna Clinton valdi heimsstyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningarnar í USA

Það er allsekki á allra vitorði að það eru í raun fleiri flokkar en tveir í USA.  Og eins að forsetaframbjóðendur eru mun fleiri en Hillary og Trump. Einungis 4 flokkar sem bjóða fram í fleiri en 20 fylkjum:

DEMOCRATIC PARTY:
REPUBLICAN PARTY:
LIBERTARIAN PARTY
GREEN PARTY

En fleiri eru til sem bjóða fram í færri en 20 fylkjum:

CONSTITUTION PARTY OF THE U.S.:
INDEPENDENT (NO PARTY):
PARTY OF SOCIALISM AND LIBERATION (PSL):
REFORM PARTY USA:
SOCIALIST PARTY USA:
SOCIALIST WORKERS PARTY (SWP):

og síðan er mýgrútur af framboðum sem bjóða fram í 1-5 fylkja:

sjá http://www.politics1.com/p2016.htm


mbl.is 49% styðja Clinton samkvæmt CNN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sölumennska fjölmiðla

Það hefur vakið eftirtekt og verið tíðrætt hvernig fjölmiðlar (fjórða og öflugasta valdið) beinlínis þó skapa ímyndir stjórnmálamanna (helst þó erlendra) með myndavali.  Gott dæmi um þetta er forsetakosningarnar í USA.  Þar hugnast íslenskum fjölmiðlum ekki repúblíkaninn Trump enda eru myndirnar af honum nánast allar með munninn geiflaðan og hárið útum allt.  Á sama tíma eru myndirnar af Hillary af allt ððrum toga.  Ég valdi að gamni mínu myndir af hinu gagnstæða, þ.e. undarlegar af Hillary en hlutlausa af Trump.  Svona myndir sjást sjaldan, ekki satt?usa3.jpgusa1.jpgusa2.jpg


mbl.is „Selja“ kjósendum tilfinningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn dynamíski og hinn statíski

Þetta er líka aðalmunurinn á þeim tveim sem voru í framboði til formannsins.  Annar sér vandann og tekst á við hann, þetta kostar oft átök að koma stöðnuðum ferlum á ferð.  Hinn er maður kyrrðarinnar, kyrrstöðunnar og sáttanna. Sá er maður lítilla sæva og enn smærri sanda og mun fljótt gleymast.  Og því miður líklega Framsóknarflokkurinn með honum.

Eða eins og Englendingurinn sagði: Hvort betur sæmi að þreyja þolinmóður í grimmu éli af örvum ógæfunnar, eða vopn grípa móti bölsins brimi og knýja það til kyrrðar.


mbl.is Átök meginstef ferils Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband